fbpx

Næring ungbarna

- Heilsa og samfélag

Yfirlit

Rannsóknir sýna að fyrstu árin í lífi barns eru sérstaklega mikilvægur tími sem getur haft áhrif á vöxt, þroska og heilsu fram á fullorðinsár. Markmið þessa námskeiðs er að efla og fræða foreldra um næringu barna á þessu mikilvæga skeiði.

Hvenær hentar að taka námskeiðið:
Áherslan verður á fyrsta árið en mæli með að foreldrar taki námskeiðið þegar barnið er 3-7 mánaða.

Áherslupunktar:
-Hvenær skal byrja að gefa fasta fæðu?
-Barnið borðar sjálft, ráð til að hjálpa foreldrum að fara frá mauki yfir í erfiðari bita.
-Umræða um ofnæmi.
-Ráð við hægðatregðu.
-Hvaða næringarefni eru sérstaklega mikilvæg á fyrstu tveim árunum?
-Hugmyndir af mat. Hvað skal varast og hvað ætti að hafa í huga við lestur á umbúðir?
-Stoðmjólk, þurrmjólk, vatn?

Hagnýtar upplýsingar

Kennari/fyrirlesari námskeiðsins er Laufey Hrólfsdóttir doktor í næringarfræði. Laufey er þriggja barna móðir og þekkir því vel á eigin skinni hversu stessandi þessi tími getur verið þegar foreldrar vilja passa upp á að gefa barninu sínu gott upphaf. "Þegar ég eignaðist elsta gaurinn minn varð ég hugfangin af næringarfræði og ákvað að fara í meistaranám á þessu sviði. Ég vildi fræðast meira um þetta mikilvæga tímabil - þ.e. læra meira um mikilvægi góðrar næringar á meðgöngu og fyrstu árunum. Þetta var svo ótrúlega spennandi að ég hélt áfram eftir meistaranámið og kláraði doktorspróf á þessu sviði."

"Ég hef rekist á mikið af misvísandi upplýsingum á netinu/samfélagsmiðlum og því byrjaði ég með þessi námskeið, aðalatriðið er að hjálpa foreldrum í gegnum þennan frumskóg af upplýsingum." segir Laufey sem hefur um árabil haldið svona námskeið og heldur einnig úti Facebook síðunni Gott Upphaf - Næringarráðgjöf

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er í 100% fjarnámi og er með blönduðu sniði. Þátttakendur fá aðgang að vef námskeiðsins, þar má finna upptökur af öllum fyrirlestrum sem telja í heild sinni um 3 klst, einnig fylgir námskeiðinu vegleg rafbók þar sem má finna ítarlegar upplýsingar um helstu ráðleggingar, varnarorð, uppskriftir og hugmyndir af matarplani eftir aldri. Aðgangur að upptökunum er opin í tvær vikur en næringarafbókin er opin þátttakendum í 6 mánuði. Með þessu fyrirkomulagi hafa foreldrar aðgang að ráðleggingum og uppskriftum í rafbókinni eftir námskeiðið.

Boðið er upp á einn fyrirspurnatíma eftir viku af námskeiðinu (á fimmtudeginum kl. 17:00, tengill í gegnum námsvefinn) og gert er þá ráð fyrir að þátttakendur hafi horft á fyrirlestrana áður og geti mætt í þennan tíma með spurningar sem Laufey svarar.

Efnisskrá

Markmið þessa námskeiðs er að efla og fræða foreldra um næringu barna á þessu mikilvæga skeiði.

Námskeiðið er í formi fyrirlestra en einnig verður umræðutími með kennara. Foreldrar geta því horft á efnið þegar það hentar þeim á þessum tveim vikum en umræðutíminn er ekki tekinn upp. 

Í rafbókinni sem fylgir með má finna allskonar uppskriftir, upplýsingar um skammtastærðir, varnarorð og hugmyndir af matarplani eftir aldri.

Dagskrá

Námskeið opnar á fimmtudegi og viku seinna á fimmtudegi kl. 17:00 er umræðufundur með Laufey Hrólfsdóttur kennara námskeiðsins. Upptökur fyrirlestra eru opnar í tvær vikur. Næringarafbókin er opin í 6 mánuði.

Upphafsdagar næstu námskeiða*:

  • 15. ágúst - umræðutími 22. ágúst kl. 17:00
  • 5. september - umræðutími 12. september kl. 17:00
  • 10. október - umræðutími 17. október kl. 17:00
  • 7. nóvember - umræðutími 14. nóvember kl. 17:00

*með fyrirvara um ófyrirséðar breytingar

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Kostnaður

Verð námskeiðsins er 17.900 kr. 

Athugaðu að flest stéttafélög endurgreiða námskeiðisgjald eða hluta þess. 

Hægt er að fá rafrænt gjafabréf fyrir þau sem vilja gleðja unga foreldra, endilega sendið okkur línu á smha@smha.is til að ganga frá slíku.

Umsagnir um námskeið

"Takk fyrir frábært námskeið í kvöld. Sjálf er ég búin að kynna mér Solid Starts og BLW og var aldeilis búin að ákveða að fylgja því í einu og öllu... þangað til dóttirin varð 5 mánaða og einfaldlega kallaði á mat. Svo er að koma í ljós að ég er drullu hrædd við köfnunarhættu. Það sem mér fannst frábært við þínar ráðleggingar er hvað þær eru lausar við allar öfgar. Allar svo yfirvegaðar og yfirstíganlegar. Best of all worlds. Best þótti mér að fá ráð til að byrja að borða ómaukaðan mat "æfing, engin næring". Hlakka til að prófa það" - Jóhanna og Steinar

"Mæli með að hafa bæklinginn(heftið sem fylgir í 6 mánuði rafrænt á vefnum) inn í eldhúsi, gott að hafa hann við hendina. Er búin að nota hann með bæði börnin mín, hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið" - Sindri

"Frábært námskeið! Gott að fá svona áreiðanlegar upplýsingar á mannamáli. Lærði helling nýtt og byrjaði strax að nota það í dag. Sérstaklega góð ráð varðandi hvernig á að kynna á ofnæmisvalda og góðir punktar varðandi hvað skal hafa í huga í tengslum við keypt mauk!" - Anna Margrét

"Mér fannst þetta mjög fræðandi og skemmtilegt. Vildi að ég hefði getað farið á námskeið áður en hann fór að borða að því það er svo mikið í boði og mikið af ráðleggingum út um allt að maður verður alveg ringlaður og þorir varla að gefa neitt." - Þóra Kristín

"Langar að þakka kærlega fyrir mjög gott og fræðandi námskeið. Eitthvað vissi ég svo það var mjög gott að fá staðfestingu á því og gefur manni aukið sjálfsöryggi. Annað hafði ég heyrt um en ekki kynnt mér nóg og þá var frábært að búið væri að taka saman upplýsingar fyrir mann í offlæði misgóðra upplýsinga sem hægt er að finna nú til dags og enn annað hafði ég ekki hugmynd um sem var enn betra að fræðast um. Ég er því margs vísari eftir þetta námskeið og mun öruggari með það sem er framundan." - Erla 

"Þetta námskeið fór fram úr mínum væntingum! Takk kærlega fyrir mig." - Eva

"Við fórum í þetta námskeið óviss um hvernig væri best að fæða barnið úr brjóstagjöf yfir í reglulegar máltíðir. Námskeiðið svaraði mörgum ósvöruðum spurningum hjá okkur varðandi næringu og hollustu í mataræði barna og hjálpaði okkur að breyta mataræði barnanna til hins betra!" - Steinunn

"Takk kærlega fyrir námskeiðið. Ótrúlega margt sem við lærðum og munum nota helling og höfðum ekki hugmynd um svona með fyrsta barn. Einmitt ótrúlegt hvað það er mikið til af misvísandi upplýsingum á netinu." - Halldóra

Upphafsdagur
Upphafsdagur15 ág 24
TímalengdSímenntun
Verðkr 17.900
Upphafsdagur05 Sep 24
TímalengdSímenntun
Verðkr 17.900

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða