-
Námsskeiðs gjald
kr 105.000
Yfirlit
Börn og unglingar alast upp í síbreytilegu og kviku fjölmiðla- og tækniumhverfi. Í þessu námskeiði verður t.d. skoðað hvaða áhrif snjalltækjanotkun á heimilum hefur á svefnvenjur, og félagsfærni og þroska ungra barna, og hver notkun barna og unglinga sé á samfélagsmiðlum og tölvuleikjum. Enn fremur verður sjónum m.a. beint að þeim áhrifum sem efni eins og klám og ofbeldi hefur á viðhorf og hegðun barna og ungmenna.
Námskeiðið hentar öllum sem starfa með börnum og unglingum, svo sem í grunn- og framhaldsskólum eða frístundamiðstöðvum, en einnig þeim sem vilja öðlast meiri skilning á áhrifum fjölmiðla og samfélagsmiðla á ungmenni.
Námskeiðið er metið til 6 ECTS-eininga á bakkalárstigi.
Fyrirkomulag fjarnáms
Námskeiðið er kennt bæði í stað- og fjarnámi. Kennslukerfið Canvas er nýtt til að setja inn upptökur af fyrirlestrum, lesefni og myndbönd, og leiðbeiningar með verkefnum. Verkefnum er skilað í gegnum Canvas.
Efnisskrá
Engin kennslubók er í námskeiðinu en stuðst er við fræðigreinar, fréttir og myndbönd. Nemendur munu hafa aðgang að upptökum af fyrirlestrum í Canvas en jafnframt verður boðið upp á fjóra fjarfundi í rauntíma fyrir umræður. Námsmat byggist á þremur verkefnum.
Að námskeiði loknu skal nemandi geta:
· útskýrt hvaða áhrif snjalltækjanotkun á heimilum hefur á þroska, t.d. málþroska, ungra barna
· greint frá hvernig þroski barna og unglinga mótar skilning þeirra á fjölmiðlaefni
· metið helstu kenningar um áhrif fjölmiðla og samfélagsmiðla á börn og unglinga
· dregið gagnrýnar ályktanir út frá niðurstöðum rannsókna á miðlanotkun barna og unglinga
· fjallað um efni námskeiðsins í ræðu og riti og fært rök fyrir máli sínu
· nýtt sér þekkingu sína fyrir frekara nám á þessu sviði
Inntökuskilyrði
Námskeiðið er á bakkalárstigi við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
Dagskrá
Námskeiðið hefst 6. október og mun standa í 10 vikur. Allar nánari upplýsingar um tímasetningar verða settar inn í Canvas.
Kennarar
Guðbjörg Hildur Kolbeins er dósent í fjömiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hún er með doktorspróf í fjölmiðlafræði frá University of Wisconsin-Madison og lauk MA-gráðu í sömu grein frá University of Minnesota. Auk þess er hún með MS-próf í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Guðbjörg Hildur hefur kennt á þremur skólastigum og hefur mikinn áhuga á áhrifum fjölmiðla- og samfélagsmiðla á börn og unglinga, en einnig hefur hún fengist við rannsóknir á sviði blaðamennsku og pólitískra boðskipta.
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða