fbpx

Mannauðsstjórnun í samstarfi við UHI

- UHI

Yfirlit

Skráningarfrestur er til 31. júlí 2024.

Mannauðsstjórnun er sífellt að verða mikilvægari fyrirtækjum og stofnunum hér á landi. Skipulagsheildir hafa séð að fátt er verðmætara en mannauðurinn og til þess að ná því mesta út úr fyrirliggjandi mannauð skiptir góður mannauðsstjóri höfuð máli. 

UHI hefur fyrir löngu sannað sig sem háskóli sem er í fararbroddi í fjarnámi á heimsvísu. Mannauðsstjórnunargráðan frá UHI er vottuð af breska gæðaráðinu og gefur alþjóðleg CIPD réttindi.

Hvort sem þú ert nemandi að leita að viðbótarnámi eða hefur unnið í bransanum í mörg ár þá gæti þetta nám hentað þér.

UHI býður upp á Meistaragráðu (MSc, 7 áfangar + meistararitgerð), Diplómu (PGDip, 6 áfangar) eða skírteini (PGCert, 3 áfangar). Allar námsleiðarnar innihalda áfanga á meistarastigi og hægt er að halda áfram eftir PGDip og PGCert með námið og klára MSc.

Námið er vottað af QAA (The Quality Assurance Agency for Higher Education) í Bretlandi og er sett upp sem 100% fjarnám frá grunni. Hægt er að velja hversu hratt námið er tekið, allt frá 2,5 ári upp í 5 ár. 

UHI er framsýnn háskóli sem er staðsettur á nokkrum stöðum í Skotlandi, nýtir sérstöðu sína í að bjóða ferska nálgun á háskólanám, allt frá grunnnámi upp í Phd gráður.

Í náminu njóta nemendur tæknilegrar aðstoðar Símenntunar Háskólans á Akureyri ásamt almennri handleiðslu þegar við á.

Þar sem námið er alfarið í höndum Unviersity of Higlands and Islands fer kennslan fram á ensku.

Í október ár hvert er útskriftarhátíð og gefst þeim nemendum sem hafa lokið náminu kostur á að fara til Inverness í Skotlandi og taka þátt í henni. 

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði íslenskra námsmanna og er einnig niðurgreitt af öllum starfsmenntasjóðum landsins.

Hagnýtar upplýsingar

What is special about this course?

Whether you are a graduate looking to gain employment in this specialist field or already in work and needing to develop your skills and abilities, the part-time, CIPD accredited MSc in Human Resource Management is ideal for you. 

HR professionals play a crucial role in the development of organisations, and this professionally accredited award is designed to help current and future HR practitioners prepare for the challenges and opportunities in today’s rapidly changing business environment. 

Special features

 • CIPD accredited - on successful completion, you will be eligible to seek Associate membership of the CIPD, the professional body for HR specialists*
 • If you are working in human resources or learning and development at a managerial or strategic level you can apply to upgrade from Associate Member to Chartered Member or Chartered Fellow*
 • 100% student satisfaction (Postgraduate Taught Experience Survey 2019)
 • Flexible delivery options - means that you can study part time, taking either one or two modules per semester; attending online workshops and tutorials, through the university's virtual learning environment
 • Taught by experienced HR practitioners
 • Applied and practical assessments - you will undertake a major piece of advanced independent work within the area of HR at a strategic level, as well as a placement for those not already working within the HR profession
 • Excellent online supportive learning environment
 • Individual modules for CPD - you can choose to study individual modules for continuing professional development or work towards the PgCert, PgDip, or full Masters degree

*You will be required to join the CIPD as a student member if you wish to receive Associate or Chartered Membership on completing the award.

What can I do on completion of my course?

This programme prepares students to operate as HR professionals and in the management of human resources, within a wide range of private, public and third sector organisations.

You will be eligible to seek Associate Membership of the CIPD, the professional body for HR specialists. If you work in human resources or learning and development, at managerial or strategic level, you can apply to upgrade from Associate Member to Chartered Member or Chartered Fellow.

Allt um námið má nánar sjá hér. Endilega sendið okkur línu á smha@smha.is ef einhverjar spurningar vakna.

Fyrirkomulag fjarnáms

Hægt er að velja um að fara í "structured" part-time nám eða "unstructured" part-time nám, getur spannað frá 2,5 ári upp í 5 ár. Heildarfjöldi áfanga eru 7 og jafngildir MSc ritgerðin 2 áföngum.

Meistaragráða í Mannauðsstjórnun er ekki í boði í fullu námi, heldur er val um 2-4 áfanga á ári (1-2 áfanga á önn) og er þá valið hversu hratt er farið í hlutanámið, allt eftir því hversu marga áfanga þú velur að taka. Algengast er að nemendur taki 2-3 áfanga á ári. UHI kemur vel til móts við nemendur með fjölda áfanga á önn og því hægt að taka námið á lengri tíma ef vilji er fyrir því.

Námið fer alfarið fram á netinu og er sett upp frá grunni sem fjarnám fyrir vinnandi fólk.Allir nemendur í náminu eru í fjarnámi og hittast á fjarfundum (sem eru þó valkvæðir). Fjarfundir eru utan hefðbundins vinnutíma og verkefnin fjölbreytt og unnin út frá eigin reynslu. Flest verkefnin eru einstaklingsverkefni svo þú vinnur á þínum tíma, óháður öðrum nemendum en einstaka verkefni er hópavinna eða próf.

Efnisskrá

Meistaragráða (MSc 180 einingar)

Kjarna áfangar/Core modules: 

 • Managing and developing the human resource (MDHR)
 • Managing in the global network (MGN)
 • Talent Development and Management (TDM)
 • Employee relations (ER)
 • Research for business (R4B)
 • Masters Research Project (equals two modules)

Valáfangar/You will also choose two optional module from the following: 

 • Entra and Intra-preneurial Thinking (EIT)
 • Information decision-making (IDM)
 • Effective communications (EC)

Nánari útlisting á hverjum áfanga fyrir sig má finna HÉR

Inntökuskilyrði

Til að komast inn í námið hjá UHI þurfa nemendur að hafa lokið grunngráðu á háskólastigi (180 ECTS einingar).

Undantekningar hafa verið gerðar á þessu skilyrði og hvetjum við því umsækjendur sem hafa starfað lengi í mannauðsmálum til að sækja um og við skoðum málið með UHI.

 

Dagskrá

UHI tekur inn nemendur í námið í janúar og september.

Haustönn önn hefst 2. september 2024 og verður opið fyrir umsóknir til 31. júlí 2024.

Planning

Umsóknarferlið

Með því að ýta á "Skráning" hér á síðunni er aðeins verið að hefja umsóknarferlið og því ekki valið þar hversu marga áfanga ætlunin er að taka. Starfsmenn Símenntunar HA hafa í framhaldinu samband við umsækjendur með upplýsingum um næstu skref.
Mat umsókna fer eftir árangri í fyrra námi og störfum eftir útskrift. 

Kostnaður

Hægt er að velja á milli þess að greiða fyrir allt námið í upphafi og fá þá lægra heildarverð, eða greiða fyrir staka áfanga jafnóðum sem þeir eru teknir.

Námið í meistaragráðu í mannauðsstjórnun kostar 1.485.000 kr en 1.250.000 kr ef greitt er fyrir það allt í einu lagi í upphafi námsins. ATH að skoða greiðsluskilmála vel.

Ef kosið er að greiða fyrir staka áfanga þá er verð á hvern áfanga kr. 165.000*. Samtals verð ef greitt er fyrir staka áfanga er 1.485.000 kr. (ATH að námið eru 7 áfangar og ritgerðin er skilgreind sem jafngildi tveggja áfanga og greitt þá fyrir hana eins og um tvo áfanga væri að ræða).

Við skráningu hér á síðunni er aðeins full-time nám í boði en þau sem ætla part-time skrá sig einnig hér og setja í athugasemd að ætlunin sé að fara í part-time nám. Við verðum svo í sambandi með nánari upplýsingar um umsóknarferlið.

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði íslenskra námsmanna og er einnig niðurgreitt af öllum starfsmenntasjóðum landsins.

Óafturkræft staðfestingargjald er kr. 75.000. Greiðsluseðill verður sendur út þegar skráning er staðfest af Símenntun HA. Staðfestingargjald fæst þó endurgreitt ef kemur í ljós að umsækjandi stenst ekki inntökuskilyrði né kemst inn í námið á undanþágu.

Ekki skal greiða námsgjöldin við skráningu, heldur velja að greiða með greiðsluseðli. Þegar kemur að því að borga fyrir námið verður haft samband við nemendur. Hægt er að skipta allt að kr. 900.000 á greiðslukort í gegnum kortalán Valitor í allt að 36 mánuði sé þess óskað. 

Endilega hafið samband við okkur í síma 460-8090 eða á netfangið smha@smha.is ef einhverjar spurningar vakna um greiðslufyrirkomulag eða annað.


* = Verð byggir á GBP gengi og getur því tekið breytingum (hefur verið óbreytt síðan haustið 2023).

Upphafsdagur
Upphafsdagur02 Sep 24
TímalengdSímenntun
Verðkr 1.250.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða