fbpx

MBA nám í samstarfi við UHI

- UHI

Yfirlit

Skráningafrestur til og með 15. ágúst - Námið sjálft hefst í byrjun september!

Ert þú með reynslu úr atvinnulífinu en vilt auka möguleika þína og færni til að takast á við  krefjandi leiðtoga- og stjórnunarhlutverk?

Símenntun hefur síðan haustið 2020 boðið upp á MBA nám við UHI - University of Highlands and Islands í Skotlandi. Verðið er kr. 1.450.000, verð sem aldrei hefur sést hér á landi áður. 

Námið er vottað af QAA (The Quality Assurance Agency for Higher Education) í Bretlandi og er sett upp sem 100% fjarnám frá grunni. Hægt er að velja á milli þess að taka námið í fullu námi (e. Full time) eða að hluta til (e. Part-time).

Námið, sem spannar þrjú misseri eða lengur (ef valið er part-time nám), fer alfarið fram á netinu og er sett upp frá grunni sem fjarnám fyrir vinnandi fólk. Hvað þýðir það fyrir þig? Að þú ert einn af fjölmörgum fjarnemum í náminu, þið hittist á fjarfundum (sem eru þó valkvæðir) og þú upplifir þig sem hluta af hópnum en ekki fyrir utan hópinn sem er allur staddur "on campus" eins og mörg önnur fjarnám eru sett upp. Fjarfundir eru oftast utan hefðbundins vinnutíma og öll verkefni einstaklingsverkefni svo þú vinnur á þínum tíma, óháður öðrum nemendum.

UHI er framsýnn háskóli sem er staðsettur á nokkrum stöðum í Skotlandi, nýtir sérstöðu sína í að bjóða ferska nálgun á háskólanám, allt frá grunnnámi upp í Phd gráður.

MBA nám UHI er kennt á 5 mismunandi línum sem þér býðst að velja á milli, línurnar eru:  Aviation, Environment, Executive, Renewable Energy og Resilience.

Vinnudagar 1.- 2. september 2023

Siðan við hófum samstarfið við UHI hefur verið lögð áhersla á að nemendur héðan geti leitað til hvors annars og bjóðum við því til vinnudaga 1.- 2. september fyrir væntanlega nemendur í húsakynnum Háskólans á Akureyri. Markmiðið með þeim vinnudögum er í fyrsta lagi að undirbúa nemendur í að vinna í fjarnámi en einnig að mynda tengsl sín í milli. Dagskrá vinnudaganna verður sett fram þegar nær dregur en búast má við skemmtilegum og fróðlegum erindum og verkefnum. Laugardaginn 2. september verður svo stutt skemmtiferð sem endar með veislu um kvöldið. Vinnudagarnir eru í innifaldir í verði en ferðakostnaður og gisting er á eigin vegum. 

Í náminu njóta nemendur tæknilegrar aðstoðar Símenntunar Háskólans á Akureyri ásamt almennri handleiðslu þegar við á.

Þar sem námið er alfarið í höndum Unviersity of Higlands and Islands fer kennslan fram á ensku, fyrir utan vinnudaginn á Akureyri, sem fer fram á íslensku og ensku.

Í námslok gefst nemendum kostur á að fara í ferð til Perth í Skotlandi til að taka við útskriftarskírteinum.

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði íslenskra námsmanna og er einnig niðurgreitt af öllum starfsmenntasjóðum landsins.

Hagnýtar upplýsingar

Why UHI?

The University of the Highlands and Islands (UHI) is an integrated university that offers a broader range of options than any single college or university can.

As the only university based in the Highlands and Islands we are part of a new breed of tertiary institutions, the only one in Scotland and one of only a few in Europe. We offer flexible and supported learning from access level to PhD, which suits more people at more levels for more reasons.

Students are at the heart of what we do and our greatest strength is the diversity and flexibility of our partnership, which empowers us to deliver more. We are proud of our unique place and deep roots in our communities and this makes our teaching and research more connected
to their needs.

What makes us different?

Spanning some of the most stunning areas of Scotland, you will find us among the mountains and forests and on islands. In historic towns and cities, hi-tech research parks, and state-of-the art learning environments.

We bring together our collective expertise, uniting more than 30,000 students. We are committed to enhancing your student experience and ensuring you can reach your full potential, offering a full range of support.

UHI received its highest ever ranking for overall student satisfaction in the National Student Survey 2022 results coming 4th in Scotland - behind only universities of Aberdeen, St Andrews and Robert Gordon, and ranking higher than all other 14 Scottish universities.

In the 2022 Postgraduate Taught Experience Survey UHI received a
score of 95% student satisfaction. This result means that we achieved the highest rating of any Scottish university and are ranked fourth out of the 91 participating institutions across the UK.

You can choose to study FIVE different areas: 

(Ýtið á linkana til að sjá nánar um hverja námslínu fyrir sig inn á vefsíðu UHI).

All MBA programmes were developed using insight from employers on the skills necessary for executives operating in a challenging global environment. You will develop your theoretical knowledge, practical experience, strategic managerial and personal skills essential for successful career enhancement in organisations with a global outlook.

Are you an experienced professional looking to progress to higher leadership and management roles?

The MBA Business Administration programme is part of a brand new suite of MBAs, designed to provide leadership and management skills across the areas of Aviation, Environmental Management, Executive, Renewable Energy and Resilience.

The University of the Highlands and Islands MBA suite has been developed using insight from employers on skills necessary for executives operating in a challenging global environment, an environment where striving for growth and opportunity is based on ethical behaviour, appreciation of diversity and ability to adapt to the demands of a fast-changing world.

The programme will develop your theoretical knowledge, practical wisdom, strategic managerial and personal skills essential for successful career enhancement in organisations with a global outlook. Our MBA programmes aim to provide you with the comprehensive knowledge, skillset and understanding required to enable you to become a senior manager or to enhance career progression to a higher level.

The programme is distinguished by its emphasis on ethical and responsible leadership and management, with a focus on developing executive excellence for the global future. Embracing innovation, entrepreneurship and technology, our MBA suite builds on 4 underlying pillars and key values:

  • Ethical awareness
  • Cultural readiness
  • Future readiness
  • Identifying growth and opportunity

Special features

  • The course is delivered online for maximum flexibility
  • Develop reflective learning skills based on your experience and peer-to-peer exchange, facilitated through the MBA hub
  • Participate in a wider dialogue via the MBA hub, between fellow students, business partners, local community and academic colleagues
  • An online induction programme will provide support and information, as well as an initial opportunity to interact and network via the hub

What can I do on completion of my course?

The MBA Business Administration programme is a bespoke course, tailored to your individual needs. It will equip you with critical skills and analytic competencies enabling you to continue with your chosen professional or academic developments.

Can I progress into further study?

The MBA provides excellent preparation and training for further advanced study in many areas of research. As such, you may wish to pursue a PhD or professional Doctorate studies within your chosen field.

Fyrirkomulag fjarnáms

Við vitum að sveigjanleiki er mikilvægur þegar kemur að svona námi, sérstaklega þegar það er tekið með vinnu. Þess vegna er hægt að stjórna sinni ferð, velja hvaða hraða maður vill vera á.

Fullt nám (e. Full time) spannar 3 annir og eru þá teknir þrír áfangar á hverri önn. Almennt eru teknir teknir 2x kjarnaáfangar og 1x valáfangi á fyrstu og annarri önn, og á þriðju önn er meistararitgerðin unnin. Þetta fyrirkomulag er þó aðeins breytilegt fyrir MBA línurnar í Renewable Energy og Resilience. Endilega sendið okkur línu ef þið hafið nánari spurningar um þær línur.

Hluta nám (e. Part-time) getur spannað mörg ár. Þú velur hvort þú vilt taka 1 eða 2 áfanga á hverri önn. Þegar 6 áföngum er lokið (almennt 4x kjarnaáfangar og 2x valáfangar) þá er hægt að byrja á ritgerðarsmíðinni og annað hvort taka hana á einni önn eða tveim önnum. Sem sagt, mikill sveigjanleiki í boði.

Efnisskrá

Allir nemendur þurfa að klára ákveðna kjarnaáfanga á þeirri línu sem valin er. Í fullu námi skiptist þetta þannig upp að teknir eru tveir kjarnaáfangar og einn valáfangi á hvorri önn (samtals þrír áfangar á önn) og ritgerðin skrifuð á þriðju önn.

Kjarnaáfangarnir fyrir Executive, Aviation og Environment MBA línur:

  • Responsible leadership and management in the global environment
  • Research for business
  • Growth and opportunity through innovation
  • Change for sustainable futures
  • Masters research project

Kjarnaáfangar fyrir Resilience MBA línu:

  • Research for business
  • Growth and opportunity through innovation
  • Change for sustainable futures
  • Masters research project

Kjarnaáfangar fyrir Renewable Energy MBA línu:

  • Change for sustainable futures
  • Growth and opportunity through innovation
  • Masters research project
  • Renewable energy technologies
  • Research for business
  • Responsible leadership and management in the global context

Valáfangarnir eru mismunandi eftir því hvaða MBA lína verður fyrir valinu. Það þarf ekki að velja sér valáfanga fyrr en í byrjun námsins og þá er aðeins valið fyrir fyrstu önnina og síðan er valið í desember fyrir seinni önnina. Hér má sjá yfirlit yfir valáfangana sem eru í boði á hverrri MBA línu fyrir sig.

Valáfangar fyrir Executive MBA línu - Val um 2 af:

  • Operations management
  • Corporate and competitive strategy
  • Supply chain management
  • Accounting and reporting for decision makers
  • Strategic marketing
  • Understanding social media

Valáfangar fyrir Aviation MBA línu:

  • Operations management OR Supply chain management
  • Aviation crisis and active safety management OR Airport infrastructure and ground operations

Valáfangar fyrir Environment MBA línu - Val um 2 af:

  • Sustainable land use and renewable energy
  • Water management
  • Sustainable deer management
  • Biodiversity management

Valáfangar fyrir Resilience MBA línu:

  • Understanding the resilience landscape
  • Managing cyber risk
  • Organisational management and leadership

Valáfangar fyrir Renewable Energy MBA línu:

  • Developing a community energy project
  • Tidal, wave and future energy
  • Transition to net zero

Nánari lýsingu á áföngunum má finna hérna. 

Inntökuskilyrði

Til að komast inn í MBA nám hjá UHI þurfa nemendur að hafa lokið grunngráðu á háskólastigi (180 ECTS einingar). 

Nemendur þurfa að senda inn ferilskrá, prófskírteini (á ensku) og skannaða mynd af vegabréfi á simenntunha@unak.is 
Mat umsókna fer eftir árangri í fyrra námi og störfum eftir útskrift. 

Dagskrá

15. ágúst 2023 - Skráningarfrestur rennur út
1.- 2. september - Vinnudagar í Háskólanum á Akureyri

Fyrsta önn hefst 5. september 2023 og lýkur í janúar 2024.    
Önnur önn hefst 23. janúar 2024 og lýkur í júní 2024.

Þriðja önn hefst í september 2024 og lýkur í janúar 2025. 

Kostnaður

Full-time nám (sex áfangar og ritgerð) kostar kr. 1.450.000*. Ef kosið er að taka námið á lengri tíma og vera í Part-time námi er greitt fyrir hverja einingu sem tekin er. Verð á hvern áfanga í hlutanámi er kr. 175.000. (ATH að ritgerðin er skilgreind sem jafngildi þriggja áfanga og verð samkvæmt því).

Við skráningu hér á síðunni er aðeins full-time nám í boði en þau sem ætla part-time skrá sig einnig hér og setja í athugasemd að ætlunin sér að fara í part-time nám. Við verðum svo í sambandi með nánari upplýsingar um umsóknarferlið.

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði íslenskra námsmanna og er einnig niðurgreitt af öllum starfsmenntasjóðum landsins.

Óafturkræft staðfestingargjald er kr. 75.000. Greiðsluseðill verður sendur með því þegar skráning berst og þarf að greiðast fyrir 17. ágúst 2023.

Ekki skal greiða námsgjöldin við skráningu, heldur velja að greiða með greiðsluseðli. Þegar kemur að því að borga fyrir námið verður haft samband við nemendur. Hægt er að skipta allt að kr. 900.000 á greiðslukort í gegnum kortalán Valitor í allt að 36 mánuði sé þess óskað. 

Endilega hafið samband við okkur í síma 460-8090 eða á netfangið simenntunha@simenntunha.is ef einhverjar spurningar vakna um greiðslufyrirkomulag eða annað.


* = Verð byggir á GBP gengi og getur því tekið breytingum. 

Umsagnir um námskeið

Baldvin Ólafsson

„Frábært nám fyrir leiðtoga og stjórnendur sem vilja auka færni sína og leiðtogahæfileika. Allir tímar eru kenndir í fjarnámi sem krefst ekki sömu fjarveru frá vinnu og önnur sambærileg nám."

Viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Sjóvá Almennar

Kristina Elisabet Andrésdóttir

„Aviation MBA-námið hjá UHI er nútímalegt, krefjandi og metnaðarfullt nám. Það byggir á virkri þátttöku nemenda sem koma víða að úr heiminum. Mikil áhersla er lögð á raunverkefni úr flugheiminum. Námið hefur veitt mér mörg tól í beltið mitt sem hefur nýst mér í starfi“

Ground Safety Officer hjá Icelandair

Freydís Heba Konráðsdóttir 

„MBA Executive námið er krefjandi en á sama tíma rosalega áhugavert og skemmtilegt nám. Mér fannst kostur að námið væri ensku sem gefur mér aukin tækifæri og færni, sem og að hægt væri að fara í fullt fjarnám og öll verkefnin voru einstaklingsverkefni sem hentaði mér mjög vel. Ekki skemmdi verðið fyrir :) Námið opnaði fyrir mér nýjar dyr að fjölbreyttum störfum og komu mér einu skrefi nær drauma vinnunni."

Verkefnastjóri markaðssetningar og námsframboðs hjá Símenntun HA

Upphafsdagur
Upphafsdagur15 ág 23
TímalengdSímenntun
Verðkr 1.450.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða