fbpx

Mat og íhlutun á svefnerfiðleikum barna á aldrinum 6 mánaða til 12 ára.

- Heilsa og samfélag

Yfirlit

Námskeiðið er í fjarkennslu með zoom.

Svefn er ein af grunnstoðum andlegs og líkamlegs heilbrigðis og gríðarlega mikilvægur fyrir vöxt og þroska barna. Rannsóknir sýna að svefnerfiðleikar eru mjög algengir hjá börnum og eitt helsta umkvörtunarefni foreldra ungra barna. Að auki sýna rannsóknir að þekking heilbrigðisstarfsfólks á svefni, svefnerfiðleikum og íhlutun vegna svefnerfiðleika er af skornum skammti. Algengni og umfang svefnerfiðleika er því oft vanmetið innan heilbrigðiskerfisins og lyf oft fyrsti og eini valkosturinn sem í boði er þrátt fyrir að vægari íhlutun eigi að vera fyrsti valkostur samkvæmt klínískum leiðbeiningum.

Fræðsla um eðli svefns, mat á svefnerfiðleikum og leiðum til að takast á við svefnerfiðleika hjá börnum er því gríðarlega mikilvæg fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum og forráðarmönnum þeirra. Þeir sem vilja dýpka þekkingu sína á þessu sviði, öðlast færni til að leggja mat á svefnerfiðleika og veita ráðleggingar um leiðir til að takast á við slíka erfiðleika ættu því ekki að láta þetta námskeið fram hjá sér fara.   

Fyrir hverja: Heilbrigðisstarfsfólk (læknar, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, félagsráðgjafar) og aðra áhugasama.

Efnisskrá

Á námskeiðinu verður fjallað um:

 • Af hverju þekking á svefni, svefnerfiðleikum og íhlutun er mikilvæg.
 • Eðli svefns og svefnþörf eftir aldri.
 • Þætti sem hafa áhrif á magn og gæði svefns.
 • Svefnerfiðleika, eðli, vísbendi og algengi.
 • Áhrif svefnerfiðleika á nám, minni, athygli, hegðun og líðan barna.
 • Mat á svefnerfiðleikum.
 • Íhlutun vegna svefnerfiðleika, góðar svefnvenjur og atferlismótandi aðferðir fyrir mismunandi tegund svefnerfiðleika og aldur.
 • Bækur og efni um svefn og svefnerfiðleika, forgangsröðun og ráðgjöf til foreldra.

Ávinningur þinn:

 • Lærir um eðli svefns og mismunandi svefnerfiðleika.
 • Lærir hvernig á að skima fyrir mismunandi svefnerfiðleikum og nýta skráningar og matslista við mat á svefni, svefnerfiðleikum og árangri meðferðar.
 • Lærir hvernig er hægt að fyrirbyggja svefnerfiðleika, hvaða færni börn þurfa að kunna til að sofa nóg og vel og hvaða viðbrögð forráðarmanna eru gagnleg og hver ekki.
 • Færð tækifæri til að spyrja spurninga, taka þátt í umræðum, skoða sýnigögn, fá aðgang að matstækjum, heimildum og fræðsluefni fyrir foreldra sem hægt er að aðlaga eða nýta beint í starfi.
Dagskrá

Tími: Fös. 22. nóv. kl. 8.30 til 15.30.
Stofa: Sólborg HA  - einnig í fjarkennslu í zoom.

Kennarar

Elísa Guðnadóttir sálfræðingur með BA og Cand.psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Elísa starfaði á Þjónustumiðstöð Breiðholts frá árinu 2009 til ársins 2017 við greiningar á þroska, hegðun og líðan barna og unglinga og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla. Í því starfi lagði hún mikla áherslu á áhorf í umhverfi barnsins, kortlagningu vandans og snemmtæka íhlutun óháð því hvort barnið væri með greiningu eða ekki.
Frá febrúar 2017 hefur Elísa starfað á Sálstofunni (www.salstofan.is) sem er sálfræðiþjónusta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra þar sem starfið felst fyrst og fremst í meðferð, ráðgjöf og greiningum vegna hegðunar- og tilfinningavanda sem og svefnerfiðleika. Elísa hefur haldið fjölda námskeiða fyrir foreldra og fagfólk um hegðunar-, tilfinninga og svefnvanda leik- og grunnskólabarna og leiðir til að fyrirbyggja og takast á við slíkan vanda.

Kostnaður

Verð: 32.000 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða