Málstofur í lögfræði II
- ECTS námskeið í samvinnu við Lögfræðideild Háskólans á Akureyri
-
Námsskeiðs gjald
kr 35.000
Yfirlit
Jafnréttismál hafa verið áberandi í umræðunni á Íslandi undanfarin ár og hefur löggjöfin í kringum þennan málaflokk þróast hratt síðast liðinn 5 ár. Á námskeiðinu verður farið yfir þessa þróun og þau nýmæli sem kynnt hafa verið til sögunnar svo sem jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu, ásamt helstu réttindum sem lögin tryggja. Þá verður farið yfir lög um jafna meðferð (utan og innan vinnumarkaðar) ásamt því að ræða helstu álitamál sem upp hafa komið og varða málaflokkinn, en ljóst er að af nægu er að taka.
Hagnýtar upplýsingar
Í boði er að sitja námskeið og fá viðurkenningarskjal í lokin en einnig er hægt að klára námskeiðið með 2 ECTS einingum en þá er skyldumæting í lotur og verkefnaskil.
Fyrirkomulag fjarnáms
Fyrirfram uppteknir fyrirlestrar og umræðutímar
Efnisskrá
Nemendur munu öðlast innsýn inn í jafnréttislöggjöfina og þau réttindi sem hún tryggir. Jafnréttislöggjöfin kemur við sögu með margvíslegum hætti, svo sem á vinnumarkaði, þannig að námskeiðið hefur breiða skírskotun.
Það efni sem mun vera stuðst við saman stendur af lögum nr. 150/2020, 151/2020, 85/2018 og 86/2018 ásamt greinargerðum. Þá verður farið yfir valda úrskurði kærunefndar jafnréttismála og dómafordæmi.
Nemendur munu hafa aðgang að fyrir fram uppteknum fyrirlestrum ásamt því að einn umræðutími verður hverri viku.
Inntökuskilyrði
Námskeiðið Málstofur II er kennt á meistarastigi og nemendur sem ætla að ljúka námskeiði með ECTS einingum og mæta í lotur þurfa að standast almenn inntökuskilyrði fyrir framhaldsnám við Háskólann á Akureyri.
Dagskrá
Námskeið hefst í byrjun október. Nánari dagskrá auglýst síðar
Kennarar
Kennari verður Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur á Jafnréttisstofu. Jón Fannar hefur BA og ML gráðu frá Háskólanum á Akureyri og LL.M. gráðu í alþjóðlegri mannréttinda lögfræði frá háskólanum í Lundi, Svíþjóð. Jón Fannar hefur starfað sem fulltrúi sýslumannsins/lögreglustjórans á Vestfjörðum og sem lögfræðingur í Velferðarráðuneytinu. Hann hóf störf hjá Jafnréttisstofu árið 2018 og kom meðal annars að gerð laga nr. 150/2020 og 151/2020.
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða