fbpx

Málstofur í lögfræði I

- ECTS námskeið í samvinnu við Lögfræðideild Háskólans á Akureyri

Yfirlit

Hugverk eru iðulega talin meðal verðmætustu eigna þeirra sem réttinn eiga og þau geta – ef rétt er haldið á spöðunum – veitt mikilvægt samkeppnisforskot á markaði. Á námskeiðinu verður farið yfir hver þessi réttindi eru, hvernig þau verða til, hvað felst í þeim og hvernig þau verða best tryggð og hagnýtt. Þá verður skoðað hvað þarf að varast og til hvaða úrræða er hægt að grípa við brotum á hugverkarétti.
 

Hagnýtar upplýsingar

Námskeiðið hentar í raun öllum þeim sem eru að sýsla eitthvað sjálfir, s.s. frumkvöðlum, uppfinningafólki, hönnuðum, nýjum eða rótgrónum fyrirtækjum sem treysta á hugvit og tæknilausnir, merki, framleiðsluafurðir o.fl. í sínum störfum og svo auðvitað lögmönnum, dómurum, háskólakennurum o.fl. 

Í boði er að sitja námskeið og fá viðurkenningarskjal í lokin en einnig er hægt að klára námskeiðið með 2 ECTS einingum en þá er skyldumæting í lotur og verkefnaskil. 

Efnisskrá

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist innsýn í heim hugverkaréttinda og öðlist færni í að skilja helstu hugtök og nálgun við að tryggja raunhæfa vernd þeirra, hér á landi sem erlendis. Að meginstefnu til verður stuðst við löggjöf og lagafrumvörp á viðkomandi sviðum, dóma og úrskurði, sem og umfjöllun um málefni líðandi stundar í fréttum s.s. um ICELAND-málið, umfjallanir um fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á hugverkarétti o.fl.

 

Inntökuskilyrði

Námskeiðið Málstofur I er kennt á meistarastigi og nemendur sem ætla að ljúka námskeiði með ECTS einingum og mæta í lotur þurfa að standast almenn inntökuskilyrði fyrir framhaldsnám við Háskólann á Akureyri. 

Dagskrá

Lotur eru 3. október og 8. nóvember. 

Aðrir tímar verða auglýstir á kennsluvef námskeiðs. 

Kennarar

Margrét lauk ML prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað við vernd hugverka, einkum vörumerki, einkaleyfi og hönnun frá síðustu aldamótum, fyrst hjá umboðsmanni á þessu sviði en síðar á Hugverkastofunni (áður Einkaleyfastofan). Hún er fulltrúi Íslands í ýmsum nefndum og ráðum hér á landi og erlendis á þessu sviði og hefur því komið að stefnumótun á sviðinu, sem og innleiðingu og túlkun á löggjöf á sviðinu um árabil.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða