-
Námsskeiðs gjald
kr 119.900
Yfirlit
Langar þig að efla sköpunargáfu þína og skjólstæðinga þinna? Vilt þú skilja hvernig hugsanir og tilfinningar eru tjáðar með listsköpun? Óskar þú eftir að afla þér upplýsinga um hvernig mögulegt er að auka styrk, bæta líðan og efla námsfærni með myndsköpun?
Hagnýtar upplýsingar
Síðasti skráningardagur er 1. maí 2025.
Markmið námskeiðsins er að:
• Kynna grunnaðferðir og hugmyndir listmeðferðar.
• Kynna myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, stuðla að tengslum, auka félagsfærni og bæta líðan.
• Auka skilning á hvernig vandi, tilfinningar, hugsanir og aðstæður eru tjáðar í myndverkum.
• Þátttakendur kynnist sjálfum sér í gegnum eigið myndmál.
• Auka þekkingu á því hvernig mögulegt er að mynda tengsl með listsköpun.
• Auka þekkingu á því hvernig mögulegt er að efla minni og styrkja námsfærni með listsköpun.
Námskeiðið sem er ígildi 5 ECTS eininga verður kennt í tveimur lotum. Einstaklingar sem vilja freista þess að fá námskeiðið metið til eininga inn í meistaranám skulu skila verkefnum og mæta öðrum þeim kröfum sem slíkt nám krefst.
Ath.
Unnið er að því að koma á fót diplómanámi í listmeðferð sem miðað er við að verði viðurkennt af Félagi listmeðferðarfræðinga á Íslandi og að það veiti réttindi til að starfa við listmeðferð. Þetta námskeið mun vera metið upp í fyrirhugaða námsleið.
Fyrirkomulag fjarnáms
Námskeiðið verður haldið á staðnum í tveimur lotum.
Efnisskrá
Á námskeiðinu verður fjallað um grunnhugtök og aðferðir listmeðferðar. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, lestri, verkefnavinnu, umræðum og vinnustofum þar sem þátttakendur upplifa sköpunarferlið og þann möguleika sem það gefur. Þekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeðvitund og möguleika á að koma öðrum til aðstoðar þegar vandi steðjar að. Á námskeiðinu verða kynntar myndsköpunaraðferðir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, auka minni, auka félagsfærni, efla sjálfsþekkingu og bæta líðan. Ekki er þörf fyrir þekkingu á myndlist né reynslu af listsköpun.
Inntökuskilyrði
Námskeiðið er öllum opið, það eru ekki inntökuskilyrði. Námskeiðið sem er á meistarastigi er ætlað öllum áhugasömum um listmeðferð þar með töldum þeim sem vinna að því að bæta líðan, auka velferð og/eða að auðvelda fólki nám.
Dagskrá
Föstudagurinn 9. maí frá kl. 14-19
Laugardagurinn 10. maí frá kl. 10-17
Föstudagurinn 16. maí frá kl. 14-19
Laugardagurinn 17. maí frá kl. 10-17
Samtals 24 klst.
Kennarar
Unnur Óttarsdóttir er umsjónakennari námskeiðsins og mun Elísabet Lorange vera henni innan handar.
Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.
Kostnaður
Verð 119.900 kr.
Athugið að flest stéttafélög endurgreiða námskeiðisgjald eða hluta þess.
Umsagnir um námskeið
“Námskeiðið var sáluhjálpandi, jók víðsýni og tilfinningu fyrir líðan og reynslu annarra. Efldi trúna á gildi sköpunar í mjög breiðum skilningi. Það var lærdómsríkt að fá innsýn í fjölbreytileika listmeðferðar og sjá og finna hversu árangursrík hún er. Bæði fyrir mig persónulega og einnig sem mikilvæg viðbót í minni vinnu. Frábært líka að fá svona mikinn styrk/lærdóm úr þessum góða hópi. Ég vildi óska að þjónusta listmeðferðarfræðinga væri að finna á öllum þeim stöðum sem vinna á einhvern hátt með fólk. Takk kærlega fyrir frábært námskeið, gaman að fá innsýn inn í þessa fræðigrein.”
“Verkefnin sem ég vann á námskeiðinu bæði í tíma og heima gáfu mér mjög mikið. Dagbókin reyndist mér sálarspegill sem ég kunni mjög vel að meta. Tilfinningalegt utanumhald og úrvinnsla var frábær.”
“Þetta námskeið veitir dýrmæta innsýn inn í heillandi veröld listmeðferðarfræðinnar, og getur nýst fólki með ólíkan bakgrunn bæði í starfi en þó alls ekki síður á persónulegum grunni. Það er afar þroskandi og í raun hrein opinberun."
"Það var lærdómsríkast að komast í tæri við „praktíkina“. Fá ferlið beint í æð og frá ýmsum sjónarhólum, sem gerandi, hlustandi, áhorfandi, túlkandi. Námskeiðið opnaði á ýmislegt sem ég átti ekki von á. Gamlar tilfinningar en samt alls ekki á neikvæðan hátt. Á meðan á námskeiðinu stóð svaf ég miklu miklu betur en síðustu a.m.k. 10 árin. Helst vildi ég auðvitað fá heildstætt nám í listmeðferð, jafnvel þó það væri dreift yfir langan tíma og þá gjarnan á svipuðu formi og þetta námskeið hefur verið byggt upp. Annars þyrfti í það minnsta að bjóða upp á stök námskeið, mögulega með mismunandi áherslum. Ég hlakka mikið til að koma á framhaldsnámskeið bráðlega. Hjartans þakkir fyrir mig."
"Það besta við námskeiðið var:
-Að þurfa ekki endilega að vera myndlistarmaður
-Að finna frelsistilfinninguna sem fylgir því að vinna verkefni á þessu námskeiði.
-Röddin og hugrekkið sem ég fann meira fyrir hjá mér eftir að vera á námskeiðinu, nú á ég rödd og ég finn að ég er hugrakkari.
Námskeiðið hafði mjög góð áhrif á liðan mína. Þetta var svo skemmtilegt. Þetta var frábært námskeið sem ég hefði ekki viljað missa af."
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða