fbpx

LESTUR OG GREINING ÁRSREIKNINGA

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Ársreikningar fyrirtækja og stofnana eru þær lykilupplýsingar sem aðilar utan rekstrarins hafa að jafnaði til að byggja á mat sitt á stöðu og horfum rekstrareiningarinnar. Gildir það um t.d. samstarfsaðila, birgja, banka, samkeppnisaðila, fyrirtækjasala og –kaupendur, starfsmenn og hið opinbera. Eigendum, stjórnendum og sumum sérfræðingum innan  rekstrareininganna er einnig mikilvægt að þekkja til þeirra upplýsinga sem í ársreikningum og öðrum uppgjörum rekstrar felast, til þess meðal annars að bæta ákvarðanatöku og stjórnun og eiga upplýstar samræður um reksturinn við aðila sem hann varða. 

Efnisskrá

Umfjöllun:

  • kynntir allir meginþættir ársreikninga eins og þeir eru settir fram skv. kröfum alþjóðlegra uppgjörsstaðla 
  • órofa samhengi mismunandi hluta skýrt út og hvaða upplýsingar eru jafnan mikilævgastar í hverjum hluta
  • farið yfir hvaða mikilsverðu upplýsingar koma jafnan ekki fram í ársreikningum og hvernig nú er unnið að því á alþjóðavísu að bæta formlega og reglulega upplýsingagjöf fyrirtækja í ársreikningum og í kringum birtingu þeirra
  • algengar brellur, misnotkun og mistúlkun ársreikninga kynntar og ræddar.

Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að skilja hvaða upplýsingar má finna í ársreikningum og öðrum uppgjörum rekstrar, hvaða mikilvægu upplýsingar eru þar ekki, hvaða aðferðum er oft beitt til að hafa áhrif á tölurnar sem fram í þeim koma og hvernig má best varast þær.

Þátttakendur koma með fartölvur á námskeiðið.

 

FLE einingar: 3,5 - reikningsskil og fjármál.

Kennarar

Kennari: Jóhann Viðar Ívarsson, framkvæmdastjóri Fidelis ráðgjafar.
Tími: Fös. 5. apríl kl. 9-12:30. 
Verð: 22.000. kr.
Staður: Sólborg

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða