fbpx

LKL0156 – Leikur, kenningar og leikþroski

- ECTS námskeið

Yfirlit

Námskeiðið er 6 ECTS einingar og forkröfur eru stúdentspróf. Námskeiðið tilheyrir kennarafræðum til B.Ed. gráðu

Námskeiðið hentar starfsfólki leikskóla og yngsta stigs grunnskóla.

Efnisskrá

Námskeiðslýsing:
Í námskeiðinu er fjallað um sögulegan bakgrunn leiksins og hugmyndir og viðhorf til hans. Kafað er í helstu kenningar um leik og leikþroska með áherslu á mikilvægi leiksins sem náms- og þroskaleiðar barna. Farið er í birtingarmyndir leiks og leikgerðir, sem og kenningar um áhrif leiks á heilaþroska og þá um leið almennan þroska einstaklinga. Einnig er viðfangsefnið hvernig leikur endurspeglar reynsluheim barna, þann menningarheim og það samfélag sem þau búa í. Hugað er að gildi vináttu í leik og leikþroska barna og hvernig samskipti geta verið bæði jákvæð og neikvæð (s.s. einelti). Í námskeiðinu vinna nemendur verkefni á vettvangi.

Hæfniviðmið:
Að námskeiðinu loknu skal nemandi:

  • hafa þekkingu á leiknum í sögulegu samhengi og geta á grunni hennar rökstutt gildi hans í daglegu lífi barna,
  • geta gert grein fyrir helstu kenningum um leik barna,
  • geta útskýrt mikilvægi leiks sem náms- og þroskaleiðar barna í leikskóla,
  • geta borið kennsl á mismunandi leikgerðir og útskýrt áhrif þeirra á þroska og nám barna,
  • geta skipulagt námsumhverfi sem tekur mið af vináttu barna og félagsþroska.

Námsbækur: Judy Dunn: Children's Friendships: The Beginnings of Intimacy (Understanding Children's Worlds), Blackwell 2004.
Frost, Wortham og Reifel: Play and child development, Pearson Merill Prentice Hall 2012.

Námsmat: Verkefni. Einnig er hægt að ljúka námskeiðinu án eininga með staðfestri þátttöku.

Dagskrá

Skildumæting er í tvær lotur á Akureyri en kennsla fer þess á mili fram á vef með fjölbreyttum hætti eða með tímum með fjar- og staðkennslusniði.

Kennslulotur:
14. jan. kl. 12:35-16:05
15. jan. kl.13:30-16.05
3. mars kl. 12:35-15:05
4. mars kl. 8:10-10:45 

Kennarar

Anna Elísa Hreiðarsdóttir lektor og umsjónarkennari og Eydís Einarsdóttir verkefnastjóri kennaradeild.

Kostnaður

Verð: 55.000 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða