fbpx

Leiðtoganám í læsi – 3. önn – haust 2025

- Miðstöð Skólaþróunar

Yfirlit

Á námskeiðinu verður fjallað um mikilvægi yndislesturs, tals og hlustunar í kennslu í tengslum við læsi. Nemendur læra markvissar aðferðir til að efla samþættingu námsgreina sem styrkja fjölbreyttar kennsluaðferðir og skapandi starf. Áhersla verður lögð á hvernig styðja megi við foreldra í læsisnámi barna sinna. Í því sambandi verður rætt um gildi samstarfs við foreldra og fagfólk.

Lögð verður áhersla á að nemendur þekki og skilji ólíkar nálganir við leiðsögn með tilliti til starfsþroska þess sem leiðsagt er. Hugað er að ábyrgð þess sem leiðsögnina veitir svo og stöðu þess sem hennar nýtur.

Námskeiðið verður tengt starfi nemenda m.a. með þjálfun í að gera starfendarannsókn á eigin starfi í leiðsögn í læsi á vettvangi. Nemendur munu afla gagna sem síðan eru greind og túlkuð. Lögð er áhersla á jafningjaleiðsögn nemenda þar sem þeir taka mið af eigin kennslureynslu og reynslu af leiðsögn. 

Kennarar

Íris Hrönn Kristinsdóttir

Anna Sigrún Rafnsdóttir

Kostnaður

150.000 kr.

Upphafsdagur
Upphafsdagur11 ág 25
TímalengdMiðstöð Skólaþróunnar
Verðkr 150.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða