fbpx

Leiðsögn i klínísku námi: Tenging fræða og starfs

- ECTS námskeið

Yfirlit

Megintilgangur námskeiðsins er að hjúkrunarfræðingar sem sinna leiðsögn á heilbrigðisstofnunum öðlist frekari þekkingu og færni til að auðvelda nemendum og nýliðum að tengja fræði og starf. Námskeiðið fylgir Evrópustöðlum í klínískri leiðsögn.

Helstu áhersluþættir í námskeiðinu eru nám og leiðsögn, samskipti, fagmennska, námshvetjandi umhverfi og umbætur í starfi. Námskrá í hjúkrunarfræði og fagnámi sjúkraliða verður kynnt ásamt færni- og hermikennslu. Fjallað verður um kennsluhætti og námsaðferðir sem tengjast fullorðinsfræðslu. Þá verður mismunandi þekkingarformum og hæfni gerð skil. Hlutverk klínísks kennara, sérfræðikennara, umsjónarkennara og annarra sem koma að undirbúningi klínísks náms verður tekið fyrir. Einnig verður fjallað um þætti er stuðla að námshvetjandi umhverfi sem eru meðal annars: skipulagning námstímabils, móttaka, aðlögun og félagsmótun nemenda og nýliða, menning á deild, frammistöðumat og notkun á rafrænu frammistöðumati.

Áhersla verður lögð á samskipti, fagmennsku og siðfræði í starfi. Ígrundun er kynnt sem aðferð við að samþætta fræði og starf og við þróun samskipta. Þá verður nýtingu rannsókna í starfi og breytingaferli gerð skil.

 

Hagnýtar upplýsingar

Námskeiðið er 6 ECTS einingar á meistarastigi. 

1 ECTS er ígildi 25-30 vinnustunda nemenda. Þetta námskeið er sett upp sem 6 ECTS þannig að búast má við því að það séu 150-180 vinnustundir sem innihalda: hlusta á fyrirlestra á upptökum, verkefnavinnu, þátttöku í umræðu- og leiðsagnartímum og lestur lesefnis.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námsfyrirkomulag:

Upptökur af fyrirlestrum verða aðgengilegar í námsumsjónarkerfi HA (Canvas). Umræðu- og leiðsagnartímar fara fram í rafrænu umhverfi.   

Námskeiðið hefst 1. október 2024. Þá munu nemendur fá aðgang að  námsumsjónarkerfi HA. Þar munu birtast námslýsing, verkefnislýsingar, glærur, lesefni, tenglar inn á umræðu- og leiðsagnartíma, umræðuþræðir, skilakassar o.flBoðið verður upp á umræðu-og leiðsagnartíma í gegnum Zoom.

Lesefni sem lagt verður til grundvallar verður kynnt í upphafi námskeiðs.

Efnisskrá

Hæfniviðmið

  • Að námskeiði loknu skal nemandi:Þekkja hin fjölmörgu hlutverk klínísks kennara og hafa öðlast þekkingu á klínískri leiðsögn, grundvallarhugtökum í hugmyndafræði og mismunandi þekkingarform og hæfni sem heilbrigðisstarfsmenn þurfa að tileinka sér.
  • Hafa fræðilega þekkingu á skipulagningu klínísks náms, fagmennsku, siðfræði starfsstétta, ígrundun, kennsluháttum og námsaðferðum sem tengjast fullorðinsfræðslu og geta nýtt þekkinguna til að tengja fræði og starf.
  • Þekkja breytingaferlið og leiðir við starfsþróun. Hafa þekkingu á aðlögun og félagsmótun nemenda í klínik og nýrra starfsmanna og grundvallarþætti frammistöðumats og geta nýtt sér rafrænt mat á frammistöðu nemenda.
  • Hafa þekkingu á grundvallaratriðum samskipta, ýmsum samskiptaháttum og samskiptakenningum og hafa fræðilega þekkingu á nýtingu rannsókna í starfi,  geta nýtt sér klínískar leiðbeiningar og tengja þannig fræði og starf.
  • Hafa fræðilega þekkingu á hugtakinu menning og geta tengt hana við námsumhverfi, vera fær um að meta námsumhverfi út frá fræðilegu efni og hafa frumkvæði að því að setja fram áætlun um þróun námsumhverfisins á sínum vinnustað.
Inntökuskilyrði

Þátttakendur þurfa að hafa lokið BA eða BSc prófi eða sambærilegu þriggja ára háskólanámi til að geta setið námskeiðið.

 

Skráningarfrestur er til 15. september. 

Dagskrá

Námskeiðið hefst 1. október 2024 til 2. mars 2025
Nemendur fá aðgang að  námsumsjónarkerfi HA. Þar munu birtast námslýsing, verkefnislýsingar, glærur, lesefni, tenglar inn á umræðu- og leiðsagnartíma, umræðuþræðir, skilakassar o.fl.    

Lesefni sem lagt verður til grundvallar verður kynnt í upphafi námskeiðs.

Námsmat:
Umræðuþræðir 20%
Samskipti 10%
Ígrundun um samskipti við nemendur 10%
Frammistöðumat 10%
Ígrundun um námsumhverfi á deild 10%
Námsumhverfið 40%
 

Kennarar

Umsjónarkennarar eru Dr. Hafdís Skúladóttir og Dr. Kristín Þórarinsdóttir. Þær eru báðar dósentar við heilbrigðis-viðskipta-og raunvísindasvið HA. Þær hafa báðar haft umsjón með sams konar námskeiðum og hafa víðtæka reynslu af klínískri leiðsögn.

Einnig munu aðrir kennarar koma að kennslu í námskeiðinu.

Kostnaður

Heildarverð námskeiðs er 130.000, kr. 

Ekki er hægt að krefjast endurgreiðslu ef nemandi ákveður að hætta í námskeiðinu eftir að námskeið er hafið.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða