fbpx

Kynnumst gervigreind

- Forritun og tölvur

Yfirlit

Fyrirlesturinn “Kynnumst gervigreind“ er sérsniðin fyrir þá sem hafa enga eða mjög litla þekkingu á gervigreind eða áhugafólk um tæknina sem langar að taka þátt í umræðum og eiga mikilvægt samtal um þessa merkilegu tíma tækniþróunar sem eru í gangi. 

Í þremur erindum verður farið yfir helstu grunnhugtök gervigreindar, hvernig hún birtist í daglegu lífi og hvaða möguleika og áskoranir hún felur í sér. 

Sérstök áhersla verður á aðgengilega framsetningu og hagnýt ráð til að nýta tækifæri og hvað ber að varast.

Fyrirlesturinn fer fram í Háskólanum á Akureyri í stofu M102.

Hagnýtar upplýsingar

Markmið fyrirlestursins:
1.    Efla grunnskilning á því hvað gervigreind er og hvers vegna það skiptir máli að láta sig hana varða. 
2.    Skilja hvernig gervigreind nýtist í daglegu lífi og hvar hún birtist án þess að margir taki eftir því.
3.    Auka skilning á þeim tækifærum og áskorunum sem felast í tækninni.
4.    Þátttaka í umræðum um áhrif gervigreindar á samfélag og atvinnulíf.

Dagskrá

Fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 8. febrúar 2025, kl. 14:00–17:00:

1. Magnús Smári:

  • Hvað er gervigreind og hvernig birtist hún í daglegu lífi?

2. Ástrós Guðmundsdóttir: 

  • Reynslusaga grunnskólakennara
    • Hvernig er hægt að nýta spunagreind eins og ChatGPT á ábyrgan og einfaldan hátt, spara tíma og auka gæði?

3. Magnús Smári:

  • Vangaveltur um áhrif tækninnar á samfélagið, hvaða tækifæri eru að birtast okkur og hvaða áskoranir þurfum við að búa okkur undir.

4. Spurningar og umræður

Stutt hlé verða gerð á milli erinda en kaffi og kleinur verða til sölu á lágu verði. 

Kennarar

Smelltu á myndirnar til að sjá nánari upplýsingar um kennarana

Kostnaður

Verð 5000 kr.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða