KVINNA: Ósköpin öll og krafturinn á breytingaskeiðinu. Verkefnastýring í lífi og starfi
- 100% fjarnám
-
Tímalengd
2 vikurNámsskeiðs gjald
kr 58.000
Yfirlit
5 skipta fjarnámskeið frá 14. janúar til 27. janúar. Rafrænir 1,5 klst fundir/fyrirlestrar með leiðbeinendum námskeiðsins eru uppistaðan og því mikilvægt að komast í tímana. Tímasetningar eru hér neðar undir “Dagskrá”.
Skráningarfrestur er til 9. janúar 2025.
Námskeiðið inniber fræðslu og þekkingarmiðlun um gagnlega nýtingu á verkefnastýringu í lífi og starfi í takt við hormónabreytingar ásamt verkfærum og lausnum og yfirsýn yfir niðurstöður nýjustu rannsókna. Þátttakendum er m.a. kennt í gegnum gagnvirka kennsluforritið MURAL. Þátttakendur fá m.a. skapalón sem þeir vinna sérstaklega í út námskeiðið og nýta í áframhaldi.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái greinagóða yfirsýn yfir nýtingu verkefnastýringar í lífi og starfi út frá hormónabreytingum ásamt þekkingu á nýjustu rannsóknum, verkfærum, stuðningi og lausnum í tengslum við samfélagslegar aðstæður í kringum hormónabreytingar og breytingaskeiðið.
Breytingaskeiðið er hluti af líffræðilegum þroska konunnar og tilgangur þess að efla hana enn frekar til ábyrgðar og verkefna. Rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að aðgerðarleysi eða hlutlaust viðhorf til breytingaskeiðsins hafi umfangsmikil áhrif á atvinnulíf, fjárhag þjóðar og á samfélagið í heild. Lögð er rík áherslu á að litið sé á málefni sem snúa að breytingaskeiðinu sem mikilvægt lýðheilsumál sem nauðsynlegt sé að efla.
Sextíuþúsund konur á Íslandi eru þessa stundina að upplifa einkenni breytingaskeiðsins sem hafa áhrif á líf þeirra og störf. Á námskeiðinu er rýnt í stöðu kvenna á breytingaskeiðinu í atvinnulífinu og mögulegar aðgerðir og stuðning, er varða málefni breytingaskeiðsins, sem erlendar rannsóknir benda til að séu til bóta fyrir konur og atvinnulífið.
Fyrirkomulag fjarnáms
Námskeiðið fer alfarið fram í fjarnámi og kennt í gegnum Zoom, glærur og annað efni er aðgengilegt á vef námskeiðsins. Að loknu námskeiði er gefið út þátttökuskírteini.
Lengd, 5x1,5 klukkutími (Samtals 7,5 tímar), frá 14. janúar til 27. janúar.
Efnisskrá
Hlaðvörp námskeið eru send til þátttakenda fyrir kennslustundir.
Fræðslumyndbönd námskeiðs eru send til þátttakenda fyrir kennslustundir.
Þátttakendur fá í hendurnar skapalón sem þeir geta nýtt áfram eftir að námskeiði lýkur.
Efni úr gagnvirkri kennslu á MURAL er deilt með nemendum í skjali. Þátttakendur frá reynslu við notkun á MURAL https://www.mural.co/
Bent er á bókina The Menopause Brain: New Science Empowers Women to Navigate the Pivotal Transition with Knowledge and Confidence. Hægt er að nálgast bókina á Audible. https://www.audible.com/pd/The-Menopause-Brain-Audiobook/B0CB94L8KG
Rannsóknir sem sendar eru til þátttakenda á tímabilinu sem námskeiðið er í gangi.
Þátttakendur fá greinargott yfirlit yfir nýjustu rannsóknir og niðurstöður þeirra ásamt innsýn í útbreiðslu þekkingar á Íslandi og nýjustu rannsókna á íslandi m.a. rannsókn sem TÝRA Verkefnastýring gaf út í júní 2024. https://skemman.is/handle/1946/48244
Þátttakendur fá 25% afslátt af fjölbreyttum einkatímum hjá TÝRA verkefnastýringu í gegnum Kara Connect. https://karaconnect.com/is/
Þátttakendur fá 10% afslátt af tímum í Tilveran Heilsusetur
Dagskrá
Allir tímar námskeiðsins eru rafrænir og fara fram í gegnum zoom kl. 17:00. Hver tími er um 1,5 klst að lengd.
Þriðjudagur 14. janúar: ÓSKÖPIN ÖLL OG KRAFTURINN SEM BREYTINGASKEIÐIÐ BER Í SKAUTI SÉR. Saga kvenna í atvinnulífinu. Saga breytingarskeiðsins og nýjustu rannsóknir. Hvað er breytingarskeiðið og verkefnastýring þess í lífi og starfi.
Fimmtudagur 16. janúar: NÝJUSTU RANNSÓKNIR. Heilinn og hormónakerfið. Saga breytingaskeiðsins og nýjustu rannsóknir. Hvað er breytingaskeiðið og verkefnastýring þess í lífi og starfi.
Mánudagur 20. janúar: Gestakennari, Aðalheiður Jensen þjálfari og eigandi Tilveran Heilsusetur; KRAFTUR KVENNA. Líkamsþjálfun, streitulosun, taugakerfið og andleg heilsa. Hvað er breytingaskeiðið og verkefnastýring þess í lífi og starfi.
Fimmtudagur 23. janúar: VERKEFNASTÝRING OG ATVINNULÍFIÐ. Hvað er breytingaskeiðið og verkefnastýring þess í lífi og starfi.
Þriðjudagur 28. janúar: VERKEFNASTÝRING OG SAMFÉLAGIÐ. Hvað er breytingaskeiðið og verkefnastýring þess í lífi og starfi. UMRÆÐUR með leiðbeinendum og gestakennara.
Kennarar
Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.
Kostnaður
Námskeiðið kostar 58.000 kr.
Athugið með styrki frá stéttarfélögum.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða