KVINNA: Ósköpin öll og krafturinn á breytingaskeiðinu. Verkefnastýring í lífi og starfi
- 100% fjarnám
-
Tímalengd
2 vikurNámsskeiðs gjald
kr 65.000
Yfirlit
Skráningarfrestur er til miðnættis 2. mars 2025.
Námskeiðið inniheldur fræðslu og þekkingarmiðlun um gagnlega nýtingu á verkefnastýringu í lífi og starfi í takt við hormónabreytingar, líkamlegt heilbrigði og læknisfræði kvenlíkamans ásamt verkfærum, lausnum og tileinkun á nýjustu rannsóknum. Námskeiðið er í umsjá TÝRU verkefnastýringar. Gestakennarar eru Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir og sérfræðingur á sviði breytingaskeiðs kvenna og eigandi Gyna Medica - lækninga og heilsumiðstöð fyrir konur og Aðalheiður Jensen yfirþjálfara og eiganda Tilveran heilsuseturs.
Innifalið í námskeiðinu er einkatíma fyrir hvern og einn þátttakanda í lok námskeiðsins hjá TÝRU Verkefnastýringu og miðast hann að því að efla heildræna hugsun, skipulag og yfirsýn.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái heildræna og greinagóða yfirsýn yfir nýtingu verkefnastýringar í lífi og starfi út frá hormónabreytingum og nýjustu rannsóknum um viðfangsefnið og fræðslu í tengslum við læknisfræði og líkamlegt heilbrigði. Miðluð er til þátttakenda fræðsla ásamt verkfærum sem ýmist veita stuðning eða stuðla að lausnum og eflingu í tengslum við einkalíf, atvinnulíf og þær samfélagslegar aðstæður sem kunna að hafa áhrif á upplifun hormónabreytinga og breytingaskeiðs.
Einn af aðal hvötum fyrirlesara er að taka þátt í að efla útbreiðslu á faglegri þekkingu og lýðheilsu er tengist hormónabreytingum kvenna ásamt því að stuðla að auknu heilsulæsi samfélagsins. Rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að aðgerðarleysi eða skortur á upplýsingamiðlun og stuðningi í tengslum við kvenheilsu geti haft umfangsmikil áhrif á atvinnulíf, fjárhag þjóðar og á samfélagið í heild. Í niðurstöðum rannsókna kemur fram að áríðandi sé að leggja ríka áherslu á að þau málefni sem snúa að kvenheilsu og breytingaskeiði séu skilgreind sem mikilvæg lýðheilsumál sem eru hluti af eðlilegum líffræðilegum þroska manneskjunnar.
Hagnýtar upplýsingar
5 skipta fjarnámskeið frá 3. mars 2025. Rafrænir 1,5 klst fundir/fyrirlestrar með leiðbeinendum námskeiðsins eru uppistaðan og því mikilvægt að komast í tímana. Tímasetningar eru hér neðar undir “Dagskrá”.
Innifalið í námskeiðinu er einkatími hjá Týru verkefnastýringu sem og afslættir:
Þátttakendur fá 25% afslátt af fjölbreyttum einkatímum hjá TÝRA verkefnastýringu í gegnum Kara Connect. https://karaconnect.com/is/
Þáttakendur fá 20% afslátt af 10 tíma klippikorti hjá Tilverunni heilusetri https://tilveranheilsusetur.is/.
Þátttakendur fá 10% afslátt af tímum hjá GynaMEDICA ef pantað er innan 6 vikna frá námskeiðslokum.
Fræðslumyndbandi frá GynaMEDICA er sent til skráðra þátttakenda áður en námskeið hefst.
Fyrirkomulag fjarnáms
Námskeiðið fer alfarið fram í fjarnámi og kennt í gegnum Zoom, glærur og annað efni er aðgengilegt á vef námskeiðsins. Að loknu námskeiði er gefið út þátttökuskírteini.
Fjarfundirnir eru 5 talsins og hver um 1,5-2 klst að lengd. Fundirnir eru kl.17:30 og hefjast þann 3. mars 2025. Dagsetningar næstu funda má finna undir “Dagskrá”.
Einkatímarnir hjá Týru Verkefnastýringu sem eru innifaldir í námskeiðinu fara fram 20. og 21. mars. Þátttakendur fá boð um að velja tímasetningar sem henta í byrjun námskeiðsins.
Námskeiðið er í heild um 8,5 klst á fundum, þar að auki má áætla tíma í lestur og vinnu utan fundanna.
Efnisskrá
Bókin The Menopause Brain: New Science Empowers Women to Navigate the Pivotal Transition with Knowledge and Confidence. Hægt er að nálgast bókina á Audible.
https://www.audible.com/pd/The-Menopause-Brain-Audiobook/B0CB94L8KG
Rannsóknir sem sendar eru til þátttakenda á tímabilinu sem námskeiðið er í gangi.
Þátttakendur fá greinargott yfirlit yfir nýjustu rannsóknir og niðurstöður þeirra ásamt innsýn í útbreiðslu þekkingar á Íslandi.
Þátttakendur fá í hendurnar skapalón sem þeir geta nýtt áfram eftir að námskeiði lýkur. Skapalónið er unnið í forritinu Mural https://www.mural.co/ og fá þátttakendur sendar notkunarleiðbeiningar áður en námskeið hefst.
Dagskrá
Allir tímar námskeiðsins eru rafrænir og fara fram í gegnum zoom kl. 17:30. Hver tími er um 1,5 klst að lengd.
- Mánudagurinn 3. mars: ÓSKÖPIN ÖLL OG KRAFTURINN SEM BREYTINGASKEIÐIÐ BER Í SKAUTI SÉR. Saga breytingarskeiðsins í einka- og atvinnulífinu og nýjustu rannsóknir. Hvað er breytingaskeiðið og verkefnastýring þess í lífi og starfi. Umsjá: TÝRA verkefnastýring
- Miðvikudagurinn 5. mars: LÆKNISFRÆÐIN Gestakennari, Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir og sérfræðingur í breytingaskeiðinu, eigandi GynaMEDICA; KRAFTUR KVENNA. Hormónakerfið, læknisfræðin, viðbrögð líkamans, mítur o.fl.
- Mánudagurinn 10.mars: NÝJUSTU RANNSÓKNIR. Heilinn og hormónakerfið. Saga breytingaskeiðsins og nýjustu rannsóknir. Hvað er breytingaskeiðið og verkefnastýring þess í lífi og starfi. Umsjá: TÝRA verkefnastýring
- Miðvikudagurinn 12. mars: LÍKAMSRÆKT, LÍKAMLEGT HEILBRIGÐI OG JAFNVÆGI. Gestakennari, Aðalheiður Jensen þjálfari og eigandi Tilveran Heilsusetur; Breytingaskeiðið og líkamsþjálfun. Líkamsþjálfun, streitulosun, taugakerfið og andleg heilsa.
- Mánudagurinn 17. mars (2 klst): HEILDRÆN VERKEFNASTÝRING Á BREYTINGASKEIÐINU. Hvað er breytingaskeiðið og verkefnastýring þess í lífi og starfi. FYRIRLESTUR og UMRÆÐUR með TÝRU verkefnastýringu ásamt gestakennurum.
Kennarar
Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.
Kostnaður
Námskeiðið kostar 65.000 kr.
Athugið að flest stéttafélög endurgreiða námskeiðisgjald eða hluta þess.
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða