-
Námsskeiðs gjald
kr 32.000
Yfirlit
Námskeiðið er í fjarkennslu.
Frá fæðingu má sjá mikinn einstaklingsmun á tilfinningalegu næmi og viðkvæmni. Börn sem hafa mikið tilfinningalegt næmi og eru viðkvæm eru líklegri til að þróa með sér kvíðaraskanir þegar þau verða eldri en börn sem eru með minna tilfinningalegt næmi. Þessi börn eru oft feimin, óörugg og hrædd við ýmis aðstæður og áreiti. Sum þeirra sýna það með því að gráta, hanga í foreldrum, hlaupa í burtu eða fela sig en önnur með að neita, öskra eða lemja frá sér. Viðbrögð umönnunaraðila við þessari hegðun hafa mikið að segja um hvort barn kemst yfir óttann og þróar með sér sjálfsöryggi eða ekki. Það er því mjög mikilvægt að þeir sem vinna með ung börn og forráðarmenn þeirra þekki helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum, hvað ýtir undir og viðheldur vandanum og hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja vandann, ýta undir hugrekki og sjálfstæði og sigra kvíðapúkann í eitt skipti fyrir öll!
Fyrir hverja: Fagaðila sem starfa með börnum á aldrinum 2 til 8 ára og aðra áhugasama.
Efnisskrá
Á námskeiðinu, sem byggist meðal annars á kenningum og aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar, er fjallað um:
- Eðli og birtingarmynd kvíða yngri barna.
- Helstu kvíðavandamál yngri barna.
- Helstu orsakir og viðhaldandi þætti eins og skipulag aðstæðna, hughreysting og flótti og forðun.
- Aðferðir til að skipuleggja umhverfið þannig að það ýti undir og styðji við kvíðalausa hegðun.
- Aðferðir sem hjálpa börnum að ráða betur við líkamleg einkenni kvíða.
- Æskileg viðbrögð við kvíðahegðun og notkun atferlismótunar til að takast á við kvíða með stigvaxandi hætti.
Ávinningur þinn:
- Að þekkja helstu einkenni kvíða hjá yngri börnum.
- Aukin færni í að bera kennsl á hvenær kvíði er orðinn vandamál.
- Aukin þekking á gagnlegum aðferðum til að aðstoða börn við að takast á við kvíða og leiðir til að skipuleggja umhverfið þannig að það ýti undir kvíðalausa hegðun og hugrekki.
- Tækifæri til að spyrja spurninga, taka þátt í umræðum, fá hugmyndir af verkefnum og kennslugögnum og fá aðgang að ýmsum gögnum sem hægt er að nota beint eða aðlaga að eigin þörfum.
Dagskrá
Tími: Mán. 4. og þri. 5. nóv. frá kl.13 til 16.
Stofa: M202 þann 4. og L203 þann 5. á Sólborg HA - 2. hæð.
Kennarar
Elísa Guðnadóttir sálfræðingur með BA, Cand.psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Elísa starfaði á Þjónustumiðstöð Breiðholts frá árinu 2009 til 2017 við greiningar á þroska, hegðun og líðan barna og unglinga og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla. Í því starfi lagði hún mikla áherslu á áhorf í umhverfi barnsins, kortlagningu vandans og snemmtæka íhlutun óháð því hvort barnið væri með greiningu eða ekki.
Frá febrúar 2017 hefur Elísa starfað á Sálstofunni (www.salstofan.is) sem er sálfræðiþjónusta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra þar sem starfið felst fyrst og fremst í greiningum, meðferð og ráðgjöf vegna hegðunar- og tilfinningavanda. Elísa hefur haldið fjölda námskeiða um hegðunar- og tilfinningavanda leik- og grunnskólabarna og leiðir til að fyrirbyggja og takast á við vandann innan skólakerfisins.
Kostnaður
Verð: 32.000 kr.
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða