-
Námsskeiðs gjald
kr 59.000
Yfirlit
Krakkaspjall er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað nemendum á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Verkefnið samanstendur af 10 samræðu- og samskiptafundum og er hver fundur 40-60 mínútna langur. Á fundunum hittast krakkahópur og samræðustjóri og taka þátt í fjölbreyttum samræðu- og samskiptaverkefnum.
Meginmarkmið Krakkaspjalls er að þátttakendur þjálfast í og læri að taka þátt í samræðum og byggi undir hæfni sem nýtist þeim í daglegum samskiptum. Einn samskipta- og samræðufundur er helgaður hópeflisleikjum og níu fundir fela í sér:
- Viðfangsefni/lykilspurningu
- Spjall um viðfangsefni
- Leik og/eða verkefnavinnu
- Samantekt
Krakkarnir setja sér markmið á fundunum og vinna að því markmiði á milli funda. Sett eru samræðuviðmið með krökkunum. Viðmiðin hafa það hlutverk að efla gæði samskiptanna og samræðnanna. Verkefnið fellur vel að lykilhæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.
Hagnýtar upplýsingar
Markhópur:
Grunnskólakennarar á yngsta- og miðstigi og náms- og starfsráðgjafar
Lýsing:
Krakkaspjall er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað strákum og stelpum á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Verkefnið samanstendur af 10 samræðu- og samskiptafundum og er hver fundur 40-60 mínútna langur. Á fundunum hittast krakkahópur og samræðustjóri og taka þátt í fjölbreyttum samræðu- og samskiptaverkefnum.
Markmið:
Að loknu námskeiði hafa
þátttakendur:
- öðlast þekkingu á fræðilegum grunni verkefnisins
- öðlast leikni til þess að leiða nemendahóp í gegnum verkefnið
- fengið verkfæri sem nýtist þeim í samræðu- og samskiptavinnu með nemendum
nemendur:
- öðlast leikni í tjáningu og miðlun
- haft tækifæri til þess að beita skapandi og gagnrýnni hugsun
- haft tækifæri til þess að efla sjálfstæði sitt og samvinnu
- fengið tækifæri til þess að nýta miðla og upplýsingar
- eflt sjálfmynd sína
foreldrar:
- fengið tækifæri til þess að fylgjast með viðfangsefnum sem tekin voru fyrir og rædd heima með barninu
Fyrirkomulag fjarnáms
Fyrri hluti námskeiðsins:
Námskeiðið er á sveigjanlegu formi sem þýðir að þátttakendur fá aðgang að kennsluumhverfinu canvas þar sem námskeiðið er hýst. Þar hafa þátttakendur viku til þess að hlusta á fyrirlestra námskeiðsins og vinna verkefnin, þeir geta hlustað á fyrirlestrana/unnið verkefnin þegar þeim hentar í þessa einu viku. Canvas kennsluumhverfið opnast á fyrsta degi námskeiðsins.
Að viku liðinni þá hittast þátttakendur í rauntíma á zoom fundi með ráðgjafa MSHA frá kl. 14-16 þar sem farið verður yfir umræðufundina sem þátttakendur nýta síðan með nemendahópum.
Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins (10 umræðufundir) hver í sínum skóla eftir fyrri hluta námskeiðsins.
Milli námskeiðshluta:
Notast verður við zoom fyrir ráðgjafafund eftir að þátttakendur er búnir að halda 3-4 fundi með nemendahópum. Ráðgjafafundurinn er í rauntíma og er maður á mann.
Seinni hluti námskeiðsins:
Seinni námskeiðsdagur er eins uppbyggður og fyrri námskeiðsdagur, þ.e. þátttakendur hlusta á fyrirlestra á canvas og þeir hafa viku til þess að hlusta á fyrirlestrana. Að viku lokinni þá hittast þátttakendur ásamt ráðgjafa MSHA í rauntíma á zoom frá klukkan 14:00-16:00.
Inntökuskilyrði
Kennarar
Sérkennarar
Þroskaþjálfar
Náms- og starfsráðgjafar
Félagsráðgjafar
Tómstunda- og félagsmálafræðingar
Dagskrá
Fjarnám
Fyrri hluti - þátttakendur hlusta á efni á vef
23. september - 30. september.
Fyrri námskeiðsdagur í rauntíma á Zoom
30. september 14:00-16:00.
Vinna þátttakenda með nemendum
Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins (10 umræðufundir) hver í sínum skóla eftir fyrri hluta námskeiðsins.
Þátttakendur geta bókað ráðgjafarfund einu sinni á skólaárinu.
Seinni hluti - þátttakendur hlusta á efni á vef
14. janúar 2025 - 21. janúar 2025
Seinni námskeiðsdagur í rauntíma á Zoom
21. janúar, frá klukkan 14:00-16:00.
Kennarar
Sigríður Ingadóttir, sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri
Kostnaður
59.000 kr.
Innifalið er námskeiðið, öll námskeiðsgögn og ráðgjöf á milli námskeiðshluta. Þátttakendur fá aðgang að öllu efni sem til þarf að halda fundi með nemendahópum.
Umsagnir um námskeið
Frábært efni til að nota í lífsleikni. Hjálpar mér í þeim tímum, eflir mig og ég verð öruggari.
Skýr verkfæri til að vinna með samskipti barna, góðar útskýringar.
Góður grunnur að byggja á og útvíkka eða aðlaga mismunandi bekkjarhópum.
Gott verkfæri til að nemendur læri samskipti og læri á sig sjálf.
Vel upp sett, faglegt, mikið efni sem við fáum á námskeiðinu.
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða