fbpx

Jákvæð sálfræði

- 100% fjarnám

Yfirlit

Viltu reyna jákvæða sálfræði á eigin skinni?

Á námskeiðinu lærir þú hvað jákvæð sálfræði er og hvernig jákvæð inngrip eru og reynir þau verkfæri á eigin skinni og ferð jákvæðari inn í nýja árið.

 

Hagnýtar upplýsingar

Á námskeiðinu lærum við hvernig verkfæri jákvæðrar sálfræði geta hjálpað í hinu hversdagslega lífi. Farið er yfir helstu hugtök og hvernig jákvæð sálfræði er hagnýtt. Farið er yfir hamingjurannsóknir og hvað við getum við lært af þeim sem mælast hamingjusamastir, en fyrst og fremst reynum við á eigin skinni æfingar og inngrip úr fræðunum.

Þátttakendur halda dagbók og fá vikuleg verkefni.

Markmið námskeiðsins er að auka sjálfsþekkingu og eigin hamingjuvaka.

Á námskeiðinu er talsvert lagt upp með virkni þátttakenda og umræðum.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið fer alfarið fram í fjarnámi og kennt í gegnum Zoom og glærur eru senda á nemendur. Að loknu námskeiði ef gefið út þátttökuskírteini.

Efnisskrá

Helstu efnisþættir:

Hvað er jákvæð sálfræði, hvað er jákvæð sálfræði inngrip?

Þakklæti, grósku viðhorf, seigla, styrkleikar, von og aukin bjartsýni. Dagbókarverkefni milli samverustunda.

Dagskrá

Námskeiðið fer fram á rafrænum fundum á mánudögum frá kl. 19 - 21. 

Dagsetningar zoom funda:

10. febrúar

17. febrúar

24. febrúar

3. mars

10. mars

 

 

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Umsagnir um námskeið
  • Þetta var frábært námskeið í alla staði. Aðferðir sem Hrefna notar til þess að fá hópinn til að opna sig og vinna saman eru frábærar.
  • Þetta var algjörlega frábært námskeið
  • Hef farið á nokkur námskeið, mjög góð en Hrefna notaði aðferðir sem virkuðu svo 100 %
  • Námskeiðið er mjög gott og ég hækkaði í hamingju-einkunninni fyrir hvernig ég met gæði lífs míns á meðan námskeiðinu stóð.
  • Mikil og góð orka, var hvetjandi, jákvæð, glaðleg, skemmtileg, hrífur mann með sér, maður finnur að hún hefur mikla trúa á gleðinni. Ég held ég kæmist á Mont Everest ef Hrefna væri með til að hvetja mig
  • Hrefna, þú kannt þitt fag virkilega vel, ert styðjandi og hefur mikla útgeislun.
  • Það var bæði skemmtilegt og gagnlegt að vera á námskeiðinu hjá Hrefnu. Hún kom með góð ráð og mér leið eins og væri verið að leiðbeina mér persónulega þótt námskeiðið væri gert fyrir hópinn.
Upphafsdagur
Upphafsdagur10 Feb 25
TímalengdSímenntun
Verðkr 39.900

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða