-
Námsskeiðs gjald
kr 49.500
Yfirlit
Jákvæð forysta hefur hlotið aukna athygli á síðustu árum þar sem margar áhugaverðar rannsóknir hafa leitt í ljós hvernig hægt er að nýta bestu aðferðir til að efla vinnustaði og starfsandann. Hugtakið jákvæð forysta byggir á rannsóknum sem einblína á jákvæð frávik, þ.e. þær aðferðir og lausnir sem skila framúrskarandi árangri. Segja má að jákvæð forysta fjalli um fjórar stórar spurningar um frammistöðu vinnustaða.
Fyrsta spurningin er hvernig stjórnendur geta með framkomu sinni og fyrirmyndar hegðun innleitt og viðhaldið þeim dyggðum sem allir góðir vinnustaðir hvíla á. Rannsóknir sýna t.d. að dyggðir eins og þakklæti, samkennd, auðmýkt og fyrirgefning vega þar þungt. Önnur spurningin tekur á því hvernig hægt er að virkja kraftinn sem í fólkinu býr og byggja á styrkleikum fólks frekar en veikleikum. Sóknarfærin eru fleiri og færnin meiri þegar styrkleikarnir ráða. Þriðja spurningin snýr að því hvernig stjórnendur geta með orðalagi og lipurð náð að vekja jákvæðni og traust í erfiðum aðstæðum. Fjórða spurningin fjallar síðan um hvað fær gott fólk til að leggja á sig langt umfram það sem búast má við. Rannsóknir sýna að hvatning, göfug markmið og góður tilgangur starfa og vinnustaða skipti þar mestu.
Námskeiðið verður haldið í Háskólanum á Akureyri (nánari staðsetning auglýst síðar). Það verða engar upptökur af námskeiðinu.
Hagnýtar upplýsingar
Námskeiðið er sniðið fyrir leiðtoga, stjórnendur og þátttakendur sem vilja styrkja forystuhæfni sína og byggja upp jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi sem elur af sér góða vinnu og árangur.
Athugið síðasti skráningardagur er 28. ágúst.
Efnisskrá
Þátttakendur fá:
-Verkfæri til að efla jákvæðan starfsanda og tengsl innan vinnustaðarins
-Dýpri skilning á þeim dyggðum sem skila fólki hvað mestum árangri í forystu
-Færni í að veita uppbyggilega endurgjöf og orða erfið mál
-Skilning á áhrifum jákvæðrar og neikvæðrar orku í samskiptum
Kennsluaðferðir eru fyrirlestur, verkefnavinna, umræður og virk þátttaka
Inntökuskilyrði
Það eru engin inntökuskilyrði.
Dagskrá
Námskeiðið verður haldið 4. september frá kl. 9-16.
Kennarar
Kostnaður
Verð námskeiðsins er 49.500 kr.
Minnum á að hægt er að sækja um styrki hjá flestum stéttarfélögum.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða