fbpx

Saga Íslands

- Leiðsögunám

Yfirlit

Á námskeiðinu er rætt um ólík tímabil og valda atburði í sögu Íslands fram um miðja 20. öld. Þeirra á meðal má nefna landnám, kristnitöku, stofnun og fall þjóðveldis, siðaskipti, einokun, einveldi og sjálfstæðisbaráttu. Einnig er fjallað um sambúð lands og þjóðar m.t.t. náttúruhamfara og plága. Jafnframt er hugað að lífsskilyrðum, húsakosti, atvinnuháttum og menningu.

Námskeiðið er ætlað leiðsögumönnum en hentar öllu áhugafólki um íslenska sögu og menningu.

Hagnýtar upplýsingar

Hæfniviðmið:

Stefnt er að því að nemendur:

  • Hafi haldgóða þekkingu á sögu landsins að námskeiðinu loknu.
  • Geti aflað upplýsinga um sögu landsins og metið áreiðanleika þeirra.
  • Búi yfir færni til að fjalla um mismunandi efni úr sögu Íslands í hnitmiðuðu máli.
Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er kennt í allmörgum en frekar stuttum fyrirlestrum (um 25 mínútur hver) sem settir eru á vef. Öllum fyrirlestrum fylgja glærur.

Efnisskrá

Námskeiðið hefst 7. janúar og koma upptökur inn sama dag.  
Nákvæm kennsluáætlun með upplýsingum um viðfangsefni hvers dags og grunnlesefni verður sett á vefsvæði námskeiðsins.

 

Fyrirlestrar verða settir reglubundið á þriðjudögum inn á vefsvæði námskeiðsins frá 10. janúar til 14. febrúar 2023. Nemendur vinna eitt verkefni sem tengist þeirra heimabyggð og vegur það 50% til námsmats. Annað námsmat verður rafrænt lokapróf 21. febrúar 2023.

Kennarar

Bragi Guðmundsson, prófessor í sagnfræði við kennaradeild HA.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða