-
Tímalengd
3 vikurNámsskeiðs gjald
kr 39.000
Yfirlit
Heimilisofbeldi er flókið samfélagslegt vandamál sem hefur djúpstæð áhrif á börn og fullorðna. Til að geta brugðist rétt við þurfum við að þekkja einkenni, afleiðingar og úrræði sem eru í boði – og kunna að hlusta á þolendur af virðingu og með skilningi.
Markmið námskeiðsins er að veita starfsfólki heilbrigðis-, félagsþjónustu og öðrum fagaðilum sem vinna með fjölskyldum innsýn í heim heimilisofbeldis, auka meðvitund og þekkingu um birtingarmyndir og afleiðingar þess, og efla færni þeirra til að bregðast við með faglegum hætti.
Fjallað er um heimilisofbeldi með áherslu á skilgreiningar, einkenni, afleiðingar, úrræði og viðbrögð. Námskeiðið miðar að því að veita fræðslu, auka meðvitund og styrkja þátttakendur í að takast á við heimilisofbeldi í starfi sínu.
Hagnýtar upplýsingar
Námskeiðið hentar öllum sem vinna með börnum, fjölskyldum eða einstaklingum – s.s. félagsráðgjöfum, kennurum, skólastjórnendum, heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu, prestum og öðrum sem koma að velferð fólks í samfélaginu.
Af hverju að taka þátt? Þekking og viðbragð geta skipt sköpum fyrir einstakling í neyð. Með því að styrkja eigin færni og meðvitund getur þú lagt þitt af mörkum til að auka öryggi og styðja þolendur ofbeldis.
„Lærðu að greina, skilja og bregðast við heimilisofbeldi – því ofbeldi varðar okkur öll.“
Fyrirkomulag fjarnáms
Námskeiðið fer alfarið fram í fjarkennslu í gegnum Zoom. Engar upptökur verða af námskeiðinu.
Efnisskrá
Yfirlit yfir það sem kennt er:
· Skilgreiningar og tölfræði: Hvað er heimilisofbeldi, algengi þess og staðan á Íslandi.
· Birtingarmyndir ofbeldis: Líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, stafrænt ofbeldi, gasljóstrun o.fl.
· Einkenni og afleiðingar: Hjá börnum og fullorðnum – andlegar, líkamlegar og félagslegar afleiðingar.
· Áhættuþættir: Einstaklingsbundnir, félagslegir og samfélagslegir þættir.
· Ofbeldishringurinn og þróun ofbeldis í samböndum.
· Viðbrögð fagfólks: Hvernig á að hlusta, taka á móti upplýsingum, gera mat og áhættumat.
· Tilkynningarskylda og lagaumhverfi, sérstaklega gagnvart börnum.
· Úrræði og þjónusta.
· Valdefling og stuðningur fagfólks við þolendur.
· Hindranir í að leita sér hjálpar og mikilvægi valdeflingar og áfallamiðaðrar nálgunar.
Eftir námskeiðið ættu þátttakendur:
· Að þekkja mismunandi birtingarmyndir heimilisofbeldis.
· Að geta séð helstu einkenni og afleiðingar ofbeldis hjá börnum og fullorðnum.
· Að skilja áhættuþætti sem tengjast heimilisofbeldi.
· Að hafa verkfæri til að hlusta og bregðast við af öryggi og fagmennsku í samskiptum við þolendur.
Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum og umræðum þátttakenda.
Dagskrá
Námskeiðið opnar 6. nóvember og er efnið opið á kennsluvef námskeiðsins til 27. nóvember. Fjarfundir fara fram þriðjudagana 11. og 25. nóvember kl. 13:00 – 15:00.
Kennarar
Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.
Kostnaður
Verð kr. 39.000.
Athugið að flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjald eða hluta þess.
Umsagnir um námskeið
Umsagnir þátttakenda eftir námskeiðið:
· “Lærði að nálgast þolendur ofbeldis.”
· “Lærði að þekkja einkenni og áhrif ofbeldis og þekkja leiðir til að vinna úr því.”
· “Það hefur styrkt mig sem fagaðila.”
· “Lært að vera alltaf vakandi fyrir ofbeldi.”
· “Fengið ýmis gagnleg „verkfæri“ sem nýtast í starfi.”
“Fannst mjög víðtækt efni og komið inn á það sem ég hafði áhuga á. Frekari leiðir til að takast á við og bregðast við tlkynningum um heimilisofbeldi. Hvernig maður nálgast efnið.”
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða