fbpx

Heildræn öndun (Holistic breathwork)

- Heilsa og samfélag

  • Upphafsdagur
    02 Sep 24
    Allir upphafsdagar
  • Tímalengd
    2 mánuðir
  • Námsskeiðs gjald
    kr 14.900
Yfirlit

Ath. Þó að það standi hér að ofan að námskeiðið hefjist 2. sept, þá er hægt að skrá sig hvenær sem er og fá strax aðgang. Það má því hunsa þessa dagsetningu. :)

Viltu læra um öndunarvinnu (e.Breathwork)? Prófa sjálf/t/ur og læra helstu atriði svo þú getir notast við öndunarvinnu í lífi og starfi, ef svo þá er þetta námskeið fyrir þig.

Farið er í undirstöðuatriði öndunarvinnu, ólíkar stöður og æfingar eru kynntar.

Námskeið er fyrir alla sem vilja læra um og tileinka sér öndunarvinnu.

Aðferðirnar eru verkfæri til þess að losa um kvíða, ótta, streitu, pirring og hugsanir sem þjóna fólki ekki lengur. Að sleppa tökum á því sem þjónar ekki lengur og finna fyrir sjálfinu á kröftugan hátt.

Helsti ávinningur með öndunarvinnu er að hún sameinar huga, líkama og hjarta. Það nærir líkama okkar með súrefnisgjöf í frumum okkar, stuðlar að lækningu og eykur ónæmiskerfið. Samtímis róar það huga okkar, stanslaust þvaður og gerir okkur kleift að komast inn í ástand djúprar slökunar.

Hagnýtar upplýsingar

Í ágúst var haldin öndunaræfingaviðburður í HA á vegum SMHA og Bata-Akademíunnar sem fór fram úr væntingum þátttakenda. 

"Hreint út sagt ótrúleg upplifun, náði dýpri slökun en ég hef nokkurn tímann náð. Leið geggjað vel eftir þetta!"

-Martha Hermannsdóttir

"Þessi Breathwork vinnustofa var alveg frábær! Ég hef aldrei áður tekið þátt í svona en fannst vel að þessu staðið og fann alveg ótrúlega tilfinningu á einum tímapunkti þar sem manni leið eins og væri í alsælu, bara með því að anda á ákveðinn hátt. Hlakka til að fara á námskeiðið."

-Hólmar Erlu Svansson

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er opið í tvo mánuði og hægt er að skrá sig hvenær sem er og fá aðgang strax að efninu. Námskeiðið inniheldur 6 upptökur af öndunaræfingum og kennslu sem nemendur geta unnið áfram á sínum hraða.

Til að skrá sig, smelltu á hnappinn “flýtiskráning” hér að ofan. Þegar þú hefur gengið frá greiðslu opnast námskeiðið og stendur opið í 60 daga. 

Efnisskrá

Eftir námskeiðið:

  • ·       Munt þú þekkja til undirstöðuatriða öndunarvinnu

  • ·       Þekkja muninn á ólíkum öndunaraðferðum

  • ·       Geta notað ólíkar öndunarvinnu í lífi og starfi

 

Kennarar

Theódór Smith og Kristján Halldór Jensson hafa báðir stundað heildræna öndunarvinnu um árabil. Þeir hafa sótt hin ýmsu námskeið tengd öndunarvinnu, meðal annars hjá hinum heimsfræga Wim Hof. Theódór og Kristján hafa einnig verið að leiða svitahof, öndunarviðburði, hugleiðslu og kakaóseremóníur síðustu ár.

Bæði Theódór og Kristján hafa notað öndunarvinnu í eigin lífi síðustu ár og upplifað þann mikla ávinning sem af því hlýst, eins og til dæmis að losna við eða eiga við kvíða, ótta, streitu og pirring í daglegu lífi.

Theódór og Kristján eru báðir virkir meðlimir í Bata-akademíunni.

Bata-akademían er sjálfssprottin hreyfing fólks sem starfar bæði innan og utan fangelsa á Íslandi. Meðlimir Bata-akademíunnar halda fundi, jóga, öndun og svitahofsathafnir inni í fangelsunum. Hlutverk Bata-akademíunnar er að taka á móti þeim sem eru að koma úr fangelsum, veita þeim jafningjaaðstoð og virkja þá með í starfsemi akademíunnar, ásamt því að bjóða upp á svitahof fyrir almenning. Bata-akademían er ekki skipulagður félagskapur með nefndum og stjórnum, heldur er starfsemin byggð á jafningjagrundvelli þar sem kærleikur og virðing stýra öllu starfi.

Kostnaður

Verð námskeiðsins er 14.900 kr. 

Upphafsdagur
Upphafsdagur02 Sep 24
TímalengdSímenntun
Verðkr 14.900

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða