fbpx

Hagnýt ritlist

- 100% fjarnám

 • Næsta námskeið hefst
  09 Sep 24
  Allir upphafsdagar
 • Tímalengd
  8 vikur
 • Námsskeiðs gjald
  kr 60.000
Yfirlit

Á tímum tölvupósts, spjallforrita og samfélagsmiðla skiptir ritlist mun meira máli í daglegu lífi en áður, jafnvel þótt hefðbundinn bóklestur sé á undanhaldi. Samskipti sem eitt sinn voru í töluðu máli eru núna oftar og oftar skrifleg og því skiptir öllu að vera þar á heimavelli. Á þessu námskeiði er ætlunin að gera þig öruggari á öllum sviðum hins skrifaða máls, með áherslu á það sem ÞÚ þarft mest að hagnýta þér – hvort sem það eru Facebook-póstar fyrir fyrirtækið þitt, jólabréf til fjölskyldunnar eða eitthvað þar á milli. Námskeiðið er því ekki hugsað sérstaklega fyrir fólk með skáldadrauma – en hver veit nema einhverjir slíkir draumar vakni.

Hagnýtar upplýsingar

8 vikna námskeið með fjölbreyttum verkefnum sem eru persónubundin svo námskeiðið nýtist hverjum og einum sem best. Samtals um 20 klst námskeið, fyrir utan tíma sem þátttakendur taka í verkefnin en mörg eru unnin á zoom fundunum og önnur þar fyrir utan. Mjög persónubundið er hversu mikill tími er notaður í verkefni.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið samanstendur af 8 fyrirlestrum á netinu sem eru fyrirfram teknir upp, 8 zoom-fundum með nemendum og ýmsum verkefnum.

Námskeiðið er 8 vikur. Zoom fundir eru á miðvikudögum kl. 17:30, áætlaðir 60-90 mín hverju sinni.

Efnisskrá

Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að auka færni nemenda þegar kemur að öllum hliðum skrifaðs máls. Það er svo persónubundið hvað það mun þýða; einhverjir munu einfaldlega skrifa mun betri texta en áður, aðrir munu geta skrifað frambærilegan texta án aðstoðar og sumir munu treysta sér til að skrifa texta sem þeir treystu sér ekki til áður, þótt þeir muni mögulega þurfa einhvern til að lesa yfir.

Kennsla fer fram með fyrirlestrum og zoom-fundum, auk þess sem boðið verður upp á fjarfundi með kennara við upphaf og lok námskeiðs.

Inntökuskilyrði

Engin inntökuskilyrði eru fyrir námskeiðið, allir velkomnir.

Dagskrá

Námskeiðið hefst í byrjun september og stendur í 8 vikur. Nemendur mega reikna með að eyða um 4 tímum í námskeiðið á viku; 1 tíma í fyrirlesturinn, 1-2 tíma fyrir Zoom og 1 tíma í verkefnin – en mörg þeirra munu þó fara fram á zoom-fundunum og almennt verður lögð áhersla á stutt en gefandi verkefni.

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Planning

Námskeiðið hefst 9. september 2024 og stendur til 4. nóvember 2024.

Kostnaður

Verð á námskeiðinu er 60.000 kr. 

Athugaðu að flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjald eða hluta þess. 

Upphafsdagur
Upphafsdagur09 Sep 24
TímalengdSímenntun
Verðkr 60.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða