fbpx

Hagfræði á mannamáli

- 100% fjarnám

Yfirlit

Hagfræði á mannamáli – Hvað í ósköpunum er þessi verðbólga?  Verður alltaf að vera hagvöxtur?  Hvaða gjaldmiðil á Ísland að nota?

Hagfræðileg hugtök eru notuð daglega í fjölmiðlum og samræðum fólks á milli. Þau geta hins vegar oft verið torskilin og sérfræðingar deila um allskonar tæknileg atriði þar sem almenningur á erfitt með að greina á milli hvað sé rétt og hvað sé rangt. Þetta námskeið gefur öllum kost á að kynna sér grunnhugtök hagfræðinnar og jafnframt að æfa sig í að taka þátt í umræðum um hagfræðileg og samfélagsleg málefni með betri þekkingu í farteskinu. 

Hagnýtar upplýsingar

Sérstök áhersla verður lögð á forsendur hagfræðinnar og tengingu þeirra við raunveruleikann, þjóðhagfræðileg hugtök eins og verðbólgu, atvinnuleysi og þjóðarframleiðslu. Peningahagfræði verður rædd sérstaklega og sett í samhengi við umræðu um hvaða gjaldmiðil Íslendingar eiga að nota til framtíðar. Hugtakið hagvöxtur verður rætt nokkuð ítarlega ásamt umræðu um stafræn hagkerfi nútímans og líklega þróun þeirra, þ.m.t. þróun rafmynta.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er kennt í 100% gagnvirku fjarnámi. Um er að ræða þrjár vikur þar sem í hverri viku er 90 mínútna fyrirlestur og 90 mínútna samtalstími þar sem gert er ráð fyrir að nemendum sé skipt í smærri hópa til að ræða hvern fyrirlestur. 

Efnisskrá

Nemendur sem sitja þetta námskeið munu tileinka sér grundvallarhugtök hagfræðinnar og öðlast þannig hæfni til að skilja betur daglega umræðu um hagfræðileg málefni samfélagsins ásamt því að öðlast betri færni í að meta sínar persónulegu aðstæður í flóknu hagkerfi nútímans. Fyrst og fremst verður stuðst við efni frá kennara sem dreift verður á stafrænu formi. Kennsla fer fram í fyrirlestrar- og samtalsformi en að námskeiðinu loknu verður boðið uppá “kaffisamtal” þar sem nemendur og kennarar munu geta hist á staðnum til þess að ræða málefni dagsins út frá námskeiðinu. Kaffispjallið verður haldið mánuði eftir að námskeiðinu líkur og verður boðið uppá slíkt bæði á Akureyri sem og á höfuðborgarsvæðinu.

Inntökuskilyrði

Vilji til að taka þátt í vel undirbúnu samtali um íslenskt hagkerfi og íslenskt samfélag er allt sem þarf.

Námskeiðið er sjálfstætt og ekki kennt í gegnum aðrar stofnanir eða prófgráður. Ekki er hægt að vera áheyrnarnemendur, ætlast er til fullrar þátttöku þeirra sem skrá sig.

Dagskrá

Fyrirlestrar og samtalstímar verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 20-21.30:

-Vika 1 (30. september og 2. október): Grunnforsendur og hugtök hagfræðinnar – er manneskjan skynsöm? 

-Vika 2 (7. og 9. október): Hvað er þjóðhagfræði og hvernig verður verðbólga til? 

-Vika 3 (14. og 16. október): Hvað er peningahagfræði og hvaða gjaldmiðil á Ísland að nota?

Valkvætt kaffispjall verður vikuna 20. - 26. október.

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Kostnaður

Verð 35.000 kr. 

Athugið að flest stéttafélög endurgreiða námskeiðisgjald eða hluta þess. 

Upphafsdagur
Upphafsdagur30 Sep 25
TímalengdSímenntun
Verðkr 35.000

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða