-
Tímalengd
15 klukkustundirNámsskeiðs gjald
kr 31.000
Yfirlit
Námskeiðið Grunnur að rekstri og bókhaldi hentar öllum þeim sem vilja stofna sinn eigin rekstur og/eða fyrirtæki. Einnig þeim sem eru nú þegar í rekstri en vilja taka virkari þátt í fjármálahluta rekstrarins.
Námskeiðið er fjórar vikur og byggist upp á fyrirlestrum, fjarfundum, verkefnum og krossaprófum til æfingar.
Hagnýtar upplýsingar
Námskeiðið hefst 14. október og er í 4 vikur. Fundir með kennara eru á fimmtudögum kl. 20:00.
Fyrirkomulag fjarnáms
Kennari setur inn fyrirlestra sem þátttakendur geta hlustað á þegar þeim hentar. Verkefni verður gegnumgangandi í gegnum námskeiðið þar sem við stofnum fyrirtæki, færum í bókhald félagsins, reiknum laun, gerum upp VSK tímabil, kaupum og seljum eignir og vinnum með öll þau helstu tilfelli sem komið geta upp í rekstri.
Einu sinni í viku hittumst við á fjarfundi þar sem hægt verður að koma með spurningar, raundæmi og farið verður yfir verkefnið. Krossapróf verða opin á kennslusvæðinu þar sem þátttakendur geta æft sig og dýpkað skilninginn á efninu. Engar einkunnir eru gefnar og þátttakendur geta tekið krossaprófin eins oft og þeir vilja.
Efnisskrá
Við lok námskeiðsins eiga þátttakendur að hafa öðlast betri skilning á rekstrarumhverfi fyrirtækja á íslandi, haft grunnskilining á því hvernig bókhald er fært, hvernig laun eru reiknuð og hvernig ársreikningar virka.
Inntökuskilyrði
Engin inntökuskilyrði eru. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að kynnast betur hvernig rekstur fyrirtækis virkar og þeim sem hafa hug á að stofna fyrirtæki og/eða rekstur.
Dagskrá
Dagskrá
| Fyrirlestrar | Fjarfundir | Verkefni og krossapróf |
Vika 1 |
|
|
|
| Grunnatriði í excel | Fjarfundur 1 | Byrjum að vinna í verkefnaskjalinu |
| Stofnun resktrar |
| Stofnum fyrirtæki og byrjum reksturinn. |
| Grunnþættir bókhalds |
| Færum upphafs færslur ársins. |
Vika 2 |
|
|
|
| Virðisaukaskattur | Fjarfundur 2 |
|
| Tekjur og útgáfa reikninga |
| Gefum út reikninga og færum tekjur. |
| Frádráttabær kostnaður |
| Tökum á móti reikningum frá birgjum og gerum upp VSK. |
Vika 3 |
|
|
|
| Laun og launatengd gjöld | Fjarfundur 3 | Reiknum laun og færum í bókhaldið. |
| Mannauðsstjórnun |
|
|
| Markaðsstarf |
|
|
Vika 4 |
|
|
|
| Afstemmingar og aðalbók | Fjarfundur 4 | Stemmum af alla þætti aðalbókarinnar. |
| Ársreikningurinn |
| Stillum upp ársreikningi og reiknum kennitölur. |
| Skattframtal og álagning |
| Fyllum út skattframtalið og reiknum út álagningu. |
Kennarar
Kostnaður
Verð námskeiðsins er 31.000 kr.
Minnum á að hægt er að sækja um styrki hjá flestum stéttarfélögum.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða