fbpx

Gagnagreining í R

- Gagnaúrvinnsla

Yfirlit

Gögn spila æ mikilvægara hlutverk í samfélaginu og þekking á gagnagreiningu í tölfræðiforritum eins og R verður því sífellt eftirsóttari. Námskeiðið er fyrir alla sem vilja læra að greina gögn með tölfræðiforritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu á tölfræði og gagnagreiningu.  

Í námskeiðinu verður farið yfir eftirfarandi atriði: 

  • Grunn- aðgerðir, virkja og hugtök sem þarf að þekkja til að vinna í R forritunarumhverfinu 
  • Innlestur, hreinsun og undirbúning gagna fyrir úrvinnslu 
  • Grunntölfræðiúrvinnslu – lýsandi tölfræði og nokkrar aðferðir ályktunartölfræði 
  • Myndræna framsetningu gagna með ggplot2 

Í námskeiðinu verður nemendum kennt að skrifa kóða í R Script skrám. 

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið er að fullu í fjarnámi og spannar 8 vikur.

Efnisskrá

Eftir námskeiðið á nemandi að geta: 

  • Lesið inn, hreinsað og undirbúið gögn í R 
  • Framkvæmt grunnúrvinnslu á gögnum í R 
  • Sett upplýsingar fram á myndrænan hátt með ggplot2 
  • Leitað sér að upplýsingum á netinu og tileinkað sér notkun nýrra aðferða í R 

Nemendur fá aðgang að námsefni sem skrifað var af kennara námskeiðsins á kennsluvefnum. Í námsefninu eru einnig ýmsar ábendingar um frekara lesefni. Námsefnið skiptist í inngangskafla og fimm efniskafla. Upptökur verða settar inn á kennsluvefinn vikulega þar sem farið verður yfir hvernig má nota það sem kynnt er í námsefninu í R. 

Fyrstu sex vikurnar lesa nemendur einn kafla í námsefninu á viku og horfa svo á þá upptöku sem fylgir þeim kafla. Í lok hvers kafla (fyrir utan inngangskafla) eru æfingar úr efni kaflans. Nemendur fá ekki beina endurgjöf fyrir æfingarnar heldur verða lausnir við æfingum birtar á kennsluvefnum. 

Í hverri viku verður opinn Zoom fundur þar sem nemendur geta mætt og fengið aðstoð við æfingarnar og svör við spurningum sem þau hafa um efni vikunnar. 

Í lok námskeiðsins (síðustu tvær vikurnar) vinna nemendur lokaverkefni þar sem þeir nota þær aðferðir sem kenndar voru í námskeiðinu. Þeir skila svo inn verkefninu og fá endurgjöf fyrir það. 

Dagskrá

Námskeiðið hefst 3. október og stendur yfir í 8 vikur. 

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Kostnaður

Verð á námskeiðinu er kr. 60.000. 

Mundu að kanna rétt þinn hjá starfsmenntunarsjóði fyrir niðurgreiðslu á námskeiðisgjaldinu.

Umsagnir um námskeið

Námskeiðið í R kom mér skemmtilega á óvart, virkaði flókið í byrjun en  var svo nokkuð auðvelt í notkun. Kennslan var vel skipulögð og skýr. Námskeiðið bauð upp á mikla fjölbreytni og góða notkunarmöguleika. Bára, kennarinn, var mjög hjálpleg og þolinmóð í gegnum allt námskeiðið. Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla sem vinna með tölfræði og gagnasöfn. -Lúðvík Freyr Sæmundsson

 

Námskeiðið var aðgengilegt fyrir byrjendur í R og í forritun yfir höfuð. Það var vel skipulagt og var gagnlegt að vera með regluleg verkefni til að æfa það sem var kennt í hverri viku. Námskeiðið gaf mér tólin til að geta byrjað að nýta R í vinnunni minni.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða