-
Námsskeiðs gjald
kr 45.000
Yfirlit
Gæðastjórnun eykur á ánægju viðskiptavina, dregur úr mistökum og sóun og hefur þannig jákvæð áhrif á rekstur og stjórnun. Á námskeiðinu er fjallað um hugmyndafræði gæðastjórnunar og tekið mið af innihaldi staðalsins ISO 9001 og hvernig það snertir daglega starfsemi. Þátttakendur fá í veganesti góð ráð til að setja upp gæðastjórnunarkerfi, innleiða það og vinna eftir því. Námskeiðið hentar fyrir alla áhugasama um gæðastjórnun, sérstaklega hagnýtt fyrir stjórnendur sem þurfa að styðja við innleiðingu og notkun á gæaðstjórnunarkerfum. Hentar einnig þeim sem vinna samkvæmt gæðastjórnunarkerfi, jafnlaunakerfi, öryggisstjórnunarkerfi, upplýsingaöryggiskerfi eða annað sem byggir á stöðlum.
Fyrirkomulag fjarnáms
Alfarið fjarnám. Fjórir fyrirlestrar á netinu (upptökur), tveir zoom fundir með kennara þar sem verður tæpt á helstu atriðum úr fyrirlestrum, spurningum svarað og gefið færi á umræðum.
Efnisskrá
Námsefni eru fyrirlestrar á netinu, gott er að hafa aðgang að ISO 9001 staðlinum en alls ekki nauðsynlegt. Bent verður á fróðlegt efni sem er aðgengilegt á netinu og bókasöfnum. Nemendur munu:
- fá skilning á því hvernig gæðastjórnun skilar árangri
- öðlast hvata til að taka upp gæðastjórnun
- öðlast þekkingu á ISO 9001
- fá praktísk ráð til að koma upp gæðastjórnunarkerfi
Dagskrá
Námskeiðið verður haldið 1.- 10. apríl 2025.
Þann 1.apríl opnast fyrir fyrstu tvo fyrirlestrana og 7. apríl opnast fyrir síðari tvo. Zoom fundir verða fimmtudaginn 3. apríl kl.16:30-17:30 og fimmtudaginn 10. apríl kl.16:30-17:30.
Kennarar
Kostnaður
Verð námskeiðsins er 45.000 kr, minnum á að hægt er að sækja um styrki vegna námskeiða til stéttafélaga.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða