fbpx

Fjölmenning á vinnustað

- 100% fjarnám

Yfirlit

Samskipti geta verið flókin en þegar við bætast hindranir eins og tungumálaörðugleikar eða annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna, menntunar og viðhorfa vandast oft málið. Á Íslandi eru töluð u.þ.b. 65 tungumál nú um stundir og samfélag okkar hefur tekið algjörum stakkaskiptum. Ásýnd landsins hefur breyst og meiri fjölbreytni ríkir nú en áður í menningarlegu tilliti. Margt fólk hefur sótt hingað til lands í leit að atvinnu og tækifærum alls staðar að úr heiminum. Flestir koma frá Austur-Evrópu og Asíu en auk þess er hér mikill fjöldi fólks frá hinum Norðurlöndunum, öðrum Evrópulöndum og Suður-Ameríku.

Íslendingar hafa hingað til átt gott með að eiga samskipti við aðrar þjóðir og þótt samskiptin taki á sig aðra mynd þegar fólk af öðru þjóðerni tekur sig upp og flytur hingað, ýmist tímabundið eða til frambúðar, verða líka árekstrar og ýmsir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið.

Hagnýtar upplýsingar

Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja bæta samskiptin og öðlast betra sjálfsöryggi á fjölmenningarlegum vinnustað.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið verður haldið á Zoom. Það verða ekki upptökur af námskeiðinu.

Efnisskrá

Ávinningur námskeiðsins er jákvæðari og skilvirkari samskiptavenjur í fjölmenningarlegu umhverfi, dýpri innsýn í menningarmun og hvernig hann getur haft áhrif á samskipti og samstarf og meiri færni og sjálfsöryggi í samskiptum við samstarfsfólk af ólíkum menningarheimum.

Dagskrá

Námskeiðið er 3 klst. og verður haldið 25. september frá kl. 9-12.

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Kostnaður

Verð 34.900 kr. 

Athugið að flest stéttarfélög endurgreiða námskeiðsgjald eða hluta þess.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða