fbpx

Fjarþjónusta fagaðila – þjónusta 21. aldarinnar

- Heilbrigðis og félagsvísindi

Yfirlit

Námskeiðið er í fjarkennslu.

Markhópur: Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir fagaðilar sem vilja vinna ráðgjöf og meðferð í gegnum fjarþjónustu. Mikilvægt er að þátttakendur hafi lokið viðurkenndu námi í ráðgjafar-  eða meðferðarvinnu (t.d. á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda, markþjálfun eða öðru sambærilegu) og hafi reynslu af slíku starfi með skjólstæðingum.

Námskeiðið er eingöngu kennt í gegnum zoom og verður farið yfir það með þátttakendm til að tryggja að zoom virki í þeirra tölvu. Ekki er mælt með því að nota síma eða spjaldtölvu.

Efnisskrá

Markmið námskeiðsins er að efla fagaðila, kynna fyrir þeim og veita þeim grunn í því að veita faglega þjónustu í gegnum netið. Námskeiðið er í samvinnu við Academy for Online Counselling & Pshycotherapy í Bretlandi (the Academy) www.acadtherapy.online.

Kennsla fer fram með 2 klst kennslustundum í alls 6 skipti og fer hún fram með fyrirlestrum, umræðum í tímum, verklegum æfingum og 2 heimaverkefnum sem gefin er einkunn fyrir. 

The Academy veitir 2 ETCS einingar til þeirra sem ljúka námskeiðinu. Þátttaka á námskeiðinu veitir nemendum einnig aðgang að rafrænu svæði ACAD með ýmsum greinum og gagnlegu efni um faglega þjónustu í gegnum netið.

Þetta námskeið er hugsað sem grunnur en mikilvægt er að afla sér víðtækrar þjálfunar í fjarvinnu til þess að tryggja bestu mögulegu vinnubrögð/meðferð á hverjum tíma. Á heimasíðu The Academy er hægt að skoða og sjá ýmis námskeið sem boðið er uppá varðandi faglega vinnu meðferðaraðila í gegnum netið.

Dagskrá

Efnistök námskeiðsins:

Vika 1: Mismunandi leiðir til að vinna – viðtal í mynd, bara með hljóði og „spjall“. Hver er munurinn á að vinna á staðnum og með fjarþjónustu. Hvers vegna velja einstaklingar og fagaðilar fjarþjónustu.

Vika 2: Tæknin og búnaðurinn sem notaður er til fjarvinnu. Fyrirmæli landlæknis varðandi öryggi gagna og samskipta. Ábyrgð og hlutverk fagaðila varðandi öryggi og fagleg vinnubrögð.         

Vika 3: Meðferðarsambandið. Hvað gerist við það að vinna ekki á staðnum og hvernig byggjum við upp samband við skjólstæðinga. Hömlulosandi áhrif internetsins (e. Suler´s disinhibition effect).

Vika 4: Áhættumat og ýmis siðferðileg álitaefni varðandi fjarvinnu. Færni skjólstæðings til fjarvinnu og öryggi skjólstæðinga.

Vika 5: Að setja mörk gagnvart skjólstæðingum. Samningur um þjónustuna og upplýsingar til skjólstæðinga. Samfélagmiðlar og notkun þeirra.

Vika 6: Mismunandi meðferðarform og fjarvinna – hvað fleira er þarna úti. Sjálfsumönnun, handleiðsla og áframhaldandi þjálfun fagaðila.

Tími: hefst 15. janúar kl. 17-19.
Er í zoom

Takmarkaður fjöldi - fullt 

Kennarar

Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi MA, hefur lokið diplómanámi frá Bretlandi í ráðgjöf og meðferð með fjarþjónustu (online counselling and psychotherapy). Hún hefur langa reynslu af því að vinna með þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra meðal annars í Kvennaathvarfinu, Stígamótum og Aflinu á Akureyri. Einnig hefur hún haldið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur og stúlkur og að auki haft með höndum ýmiss konar ráðgjöf fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Ingibjörg rekur félagsráðgjafarstofuna Hugrekki – ráðgjöf og fræðslu, fyrir þolendur ofbeldis auk allrar almennrar félagsráðgjafar. Þá er Ingibjörg einnig frumkvöðull í því að bjóða félagsráðgjöf í gegnum netið.

Umsagnir um námskeið
  • Hve mikilvægt er að gæta fagmennsku þegar kemur að persónuvernd og hve vandrataður er sá vegur í heimi tækninnar
  • Varpaði skýru ljósi á þá þætti sem huga þarf að í fjarráðgjöf. Helstu þættir sem huga þarf að hjá fagaðila í ráðgjöfinni sjálfri t.d. faglegum ramma almennt bæði í stað og fjarráðgjöf. Gaf einnig innsýn inn í leiðir til að stunda fjarráðgjöf hvaða leiðir eru færar og hverjar ekki í ljósi persónuverndarlaga
  • Dýrmætt að námskeiðið skyldi hafa farið fram í „fjarbúnaði“ þannig að maður fékk beina reynslu af því að nota slíkan búnað, prófa sig áfram, gera mistök og læra af þeim. Lærdómsríkt að átta sig á þeim fjölmörgu atriðum sem þarf að hafa í huga við að vinna klíníska vinnu gegnum fjarfundabúnað
Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða