fbpx

Fjármálalæsi

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Vilt þú hafa betri yfirsýn yfir þín fjármál? Hvernig skattamálum er háttað? Hvað á að telja fram til skatts og hvað ekki? Hvernig virkar þessi lífeyrir og hvaða kostnað get ég sett á móti tekjum? 

Þá er þetta námskeið fyrir þig. Námskeiðið er tekið upp fyrirfram og þú getur því horft á fyrirlestrana þegar þér hentar. Að auki verða fjórir fjarfundir með kennara þar sem farið verður yfir allt sem viðkemur skattamálum og heimilisbókhaldi. 

Að námskeiði loknu á nemandi að kunna skil á: 

  •  Finna þær upplýsingar sem hann þarf hjá fjárhagsstofnunum og fyrirtækjum, á netinu og í persónu, af öryggi.
  • Skilið flest þau hugtök sem viðkoma umsjón með eigin fjármálum.
  • Sett upp einfalt heimilisbókhald og fjárhagsáætlun.
  • Borið saman verð og tilboð og fundið leiðir til sparnaðar í eigin lífi.
  • Skilað eigin skattskýrslu. 
Hagnýtar upplýsingar

Námsefnið er tekið upp fyrirfram. Á þriggja fyrirlestra fresti þurfa nemendur að svara léttri könnun úr efninu til að geta farið áfram í næstu fyrirlestra. Þetta er eingöngu gert til að festa efnið betur í minni, en ekki hugsað sem námsmat. 

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið fer allt fram á kennsluvefnum Canvas. Nemendur hafa aðgang að kennara á meðan á námskeiðinu stendur. 

Að auki verður einn fjarfundur í viku þar sem nemendur geta spurt kennarann frekar út í námsefnið.

Námskeiðið er frá 1. október - 3. nóvemberr. Fjarfundirnir fara fram á þriðjudögum kl. 20.

Efnisskrá

Námskeiðslýsing

Tilgangur námskeiðsins er að auka skilning nemenda á fjárhag sínum og veita yfirsýn, að auka sjálfstraust þeirra og áhuga á að læra á kerfið, kenna sparnað og auka vitund nemenda um sínar samfélagslegu skyldur.

Atriðin sem farið verður yfir eru:

1.      Heimilisbókhald og fjárhagsáætlun: Kennt á Excel, farið yfir aðalverkefni námskeiðsins ofl.

2.      Verslun og fjárhagur í samböndum: Tollar og aðflutningsgjöld þegar pantað er á netinu, samanburður á þjónustu, sparnaður, samsköttun, stofnun og slit sambúðar/hjónabands o.fl.

3.      Bankaþjónusta: Húsnæðis-, bíla- og námslán, verð- og óverðtryggð lán, vextir, gjöld o.fl.

4.      Stéttarfélög og tryggingar: Félagsgjöld, sjóðir og styrkir. Almannatryggingar, atvinnuleysi, skyldutryggingar og réttindi við áföll ofl.

5.      Lífeyrir: Skyldu- og viðbótarsparnaður, hvað gerist við ellilífeyrisaldur, erfðamál o.fl.

6.      Launþegi: Launaseðillinn, réttindi og skyldur vinnuveitandans gagnvart launþega o.fl.

7.      Verktaki: Skil á reiknuðu endurgjaldi, frádráttarbær gjöld, virðisaukaskattur o.fl.

8.      Skattur: Skattskýrsluskil, álagningarseðillinn, skattþrep, verð- og barnabætur, meðlag o.fl.

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Kostnaður

Verð námskeiðsins er 31.000 kr. Hægt er að sækja um hluta endurgreiðslu námsgjalda hjá flestum stéttafélögum.

Umsagnir um námskeið

"Að mínu mati á fjármálalæsi við alla. Hver sem þú ert þá kemur að því að spurningar tengdar fjármálum koma upp hjá þér."

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða