fbpx

Fjármálalæsi

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Vilt þú hafa betri yfirsýn yfir þín fjármál? Hvernig skattamálum er háttað? Hvað á að telja fram til skatts og hvað ekki? Hvernig virkar þessi lífeyrir og hvaða kostnað get ég sett á móti tekjum? 

Þá er þetta námskeið fyrir þig. Námskeiðið er tekið upp fyrirfram og þú getur því horft á fyrirlestrana þegar þér hentar. Að auki verða fjórir fjarfundir með kennara þar sem farið verður yfir allt sem viðkemur skattamálum og heimilisbókhaldi. 

Að námskeiði loknu á nemandi að kunna skil á: 

  •  Finna þær upplýsingar sem hann þarf hjá fjárhagsstofnunum og fyrirtækjum, á netinu og í persónu, af öryggi.
  •  Skilið flest þau hugtök sem viðkoma umsjón með eigin fjármálum.
  •  Sett upp einfalt heimilisbókhald og fjárhagsáætlun.
  •  Borið saman verð og tilboð og fundið leiðir til sparnaðar í eigin lífi.
  •  Skilað eigin skattskýrslu. 
Hagnýtar upplýsingar

Námsefnið er tekið upp fyrirfram. Á þriggja fyrirlestra fresti þurfa nemendur að svara léttri könnun úr efninu til að geta farið áfram í næstu fyrirlestra. Þetta er eingöngu gert til að festa efnið betur í minni, en ekki hugsað sem námsmat. 

Fyrirkomulag fjarnáms

Námskeiðið fer allt fram á kennsluvefnum Canvas. Nemendur hafa aðgang að kennara á meðan á námskeiðinu stendur. 

Að auki verður einn fjarfundur í viku þar sem nemendur geta spurt kennarann frekar út í námsefnið.

Námskeiðið er frá 5. feb - 4. mars. Fjarfundirnir fara fram á fimmtudögum kl. 20.

Efnisskrá

Námskeiðslýsing

Tilgangur námskeiðsins er að auka skilning nemenda á fjárhag sínum og veita yfirsýn, að auka sjálfstraust þeirra og áhuga á að læra á kerfið, kenna sparnað og auka vitund nemenda um sínar samfélagslegu skyldur.

Atriðin sem farið verður yfir eru:

1.      Heimilisbókhald og fjárhagsáætlun: Kennt á Excel, farið yfir aðalverkefni námskeiðsins ofl.

2.      Verslun og fjárhagur í samböndum: Tollar og aðflutningsgjöld þegar pantað er á netinu, samanburður á þjónustu, sparnaður, samsköttun, stofnun og slit sambúðar/hjónabands o.fl.

3.      Bankaþjónusta: Húsnæðis-, bíla- og námslán, verð- og óverðtryggð lán, vextir, gjöld o.fl.

4.      Stéttarfélög og tryggingar: Félagsgjöld, sjóðir og styrkir. Almannatryggingar, atvinnuleysi, skyldutryggingar og réttindi við áföll ofl.

5.      Lífeyrir: Skyldu- og viðbótarsparnaður, hvað gerist við ellilífeyrisaldur, erfðamál o.fl.

6.      Launþegi: Launaseðillinn, réttindi og skyldur vinnuveitandans gagnvart launþega o.fl.

7.      Verktaki: Skil á reiknuðu endurgjaldi, frádráttarbær gjöld, virðisaukaskattur o.fl.

8.      Skattur: Skattskýrsluskil, álagningarseðillinn, skattþrep, verð- og barnabætur, meðlag o.fl.

Kennarar

Smelltu á myndina til að sjá nánari upplýsingar um kennarann.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða