fbpx

Félagaspjall

- Miðstöð Skólaþróunar

Yfirlit

Félagaspjall er samskipta- og samræðuverkefni sem hentar vel fyrir nemendur í 6. - 8. bekk. Viðfangsefnin sem Félagaspjallið byggir á kemur frá The Jubilee Center við Birmingham háskóla í Bretlandi.  Fundir Félagaspjallsins byggja á sjö þemum þar sem unnið er með fjölbreytt viðfangsefni innan hvers þema. Í hverju þema eru 1-4 umræðufundir sem allir taka mið af því að styrkja samskipta- og samræðuhæfni nemenda. Umræðufundirnir sem fylgja Félagaspjallinu eru 18 og hver fundur felur í sér:

  • Hópeflisleik
  • Vinna og spjall með viðfangsefni
  • Verkefnavinna

Undirstaða fundanna er sett strax á fyrsta fundi þar sem samskipta- og samræðuviðmið eru sett af hópnum. Verkefnið fellur vel bæði að lykilhæfniviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla og hæfniviðmiðum samfélagsgreina sem snýr að lífsleikni og siðfræði.

Hagnýtar upplýsingar

Markhópur:
Grunnskólakennarar á mið- og unglingastigi og námsráðgjafar

Lýsing:
Félagaspjall er samræðu- og samskiptaverkefni ætlað nemendum á mið- unglingastigi grunnskóla (6. - 8. bekk). Verkefnið er tilvalið að taka eftir að nemendur hafa lokið við Krakkaspjall og/eða áður en þeir fara í Unglingaspjall, en verkefnið er þó óháð þeim verkefnum og því er hægt að nýta það með nemendahópum þó svo að ekki sé búið að fara í Krakkaspjall og/eða ekki verið farið í Unglingaspjall. Verkefnið fyrir nemendahópa samanstendur af 10-12 spjallfundum og er hvert spjall 40-60 mínútna langt. Námskeiðið er þannig uppbyggt að 18 fundir fylgja námskeiðinu og eru sjö þemu þar sem hvert þema er með 1-4 umræðufundi. Verkefnið getur hentað fyrir kynjaskipta hópa eða blandaða hópa. 

Þátttakendur:

  • Öðlast þekkingu á fræðilegum grunni efnisins.
  • Fá verkfæri í hendurnar til þess að vinna með þætti lykilhæfni í skólastarfi.
  • Leikni til þess að halda og leiða samræðu- og samskiptafundi með nemendahópnum.

Ávinningur skóla – nemenda – foreldra:

  • Félagsleg færni nemenda er efld með samskiptavinnu og þeir fá tækifæri til að ræða saman um þau félagslegu skilaboð sem ætluð eru ungu fólki í dag, mikilvægi félagstengsla, sjálfvirðingar og félagslegrar samkenndar.
  • Nemendur fá þjálfun í að hugsa á gagnrýninn hátt um samskipti sín, hvernig þeir tengjast hver öðrum og þeim er gefið tækifæri til að tala um reynslu sína og skoðanir um ýmis samskipta- og álitamál.
Fyrirkomulag fjarnáms

Fyrri hluti námskeiðsins:
Námskeiðið er á sveigjanlegu formi sem þýðir að þátttakendur fá aðgang að kennsluumhverfinu canvas þar sem námskeiðið er hýst. Þar hafa þátttakendur viku til þess að hlusta á fyrirlestra námskeiðsins og vinna verkefnin, þeir geta hlustað á fyrirlestrana/unnið verkefnin þegar þeim hentar í þessa einu viku.
Að viku liðinni þá hittast þátttakendur í rauntíma á zoom fundi (kl. 14.00-16.00) með ráðgjafa þar sem farið verður yfir umræðufundina sem þátttakendur nýta síðan með nemendahópum.

Milli námskeiðsdaga:
Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins (10 umræðufundir) hver í sínum skóla eftir fyrri hluta námskeiðsins.
Notast verður við zoom fyrir ráðgjafafund eftir að þátttakendur er búnir að halda 3-4 fundi með nemendahópum. Ráðgjafarfundurinn er í rauntíma og er maður á mann.

Seinni hluti námskeiðsins:
Seinni námskeiðsdagur er eins uppbyggður og fyrri námskeiðsdagur, þ.e. þátttakendur hlusta á fyrirlestra á canvas og þeir hafa viku til þess að hlusta á fyrirlestrana.
Að viku lokinni þá hittast þátttakendur ásamt ráðgjafa MSHA í rauntíma á zoom (kl. 14.00-16.00). 

Inntökuskilyrði

Kennarar

Sérkennarar

Þroskaþjálfar

Náms- og starfsráðgjafar

Félagsráðgjafar

Tómstunda- og félagsmálafræðingar 

Dagskrá

Fjarnám

Fyrri hluti - þátttakendur hlusta á efni á vef

17.-24. janúar 2024

Fyrri námskeiðsdagur í rauntíma á Zoom
24. janúar 2024, frá klukkan 14:00-16:00.

Vinna þátttakenda með nemendum
Þátttakendur vinna með verkfæri námskeiðsins hver í sínum skóla eftir fyrri hluta námskeiðsins.

Þátttakendur geta bókað ráðgjafarfund einu sinni á skólaárinu. 


Seinni hluti - þátttakendur hlusta á efni á vef
2.- 8. maí 2024

Seinni námskeiðsdagur í rauntíma á Zoom
8. maí frá klukkan 14:00-16:00.

Kennarar

Sigríður Ingadóttir, sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.

Kostnaður

54.000 kr. 

Innifalið í námskeiðsverði er allt efni sem tekið er fyrir á námskeiðinu auk ráðgjafafundar á skólaárinu.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða