fbpx

EXCEL II – FORMÚLUR OG TRIX

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Námskeiðið er ætlað þeim sem þegar hafa stigið sín fyrstu skref í Excel og langar að taka kunnáttu sína upp á næsta stig. Farið er yfir ýmsar algengar aðgerðir sem auðvelda birtingu gagna, greiningar og útreikninga.

Þátttakendur munu meðal annars læra að:

  • Nota algeng trix í Excel eins og að frysta fyrirsagnir, filtera og sortera gögn o.fl.
  • Vinna með útlit gagna og skjala
  • Nefna reiti og dálka
  • Nota algeng föll og formúlur s.s. LOOKUP föll, samdráttarföll, dagsetningarföll, textaföll o.fl.
  • Búa til einföld gröf og vinna með útlit þeirra
  • Búa til einfaldar pivot töflur
Efnisskrá

Athugið að þátttakendur mæta með eigin PC tölvu á námskeiðið. Tölvan þarf að vera með Windows stýrikerfi með 2010 útgáfu af Excel eða nýrri.

Kennarar

Kennari: Grímur Sæmundsson, kerfisfræðingur og MBA. Hann hefur starfað sem ráðgjafi í viðskiptagreind undanfarin 15 ár, m.a. hjá Annata, Applicon og Umoe Consulting í Osló. Grímur hefur langa reynslu af kennslu og þjálfun, bæði í tengslum við innleiðingar á viðskiptagreind og sjálfstæð námskeið.

Kostnaður

Tími: Einn dagur á vormisseri.
Verð: 51.000 kr.  
Staður: stofa  Sólborg HA.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða