fbpx

Betri áætlanir – nýjungar í áætlanagerð

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Námskeiðið er í fjarkennslu.

Til hvers gerum við rekstraráætlanir?
Hvernig gagnast þær til að ná betri árangri?
Gera þær það í raun og veru?
Hver eru helstu vandamálin við áætlanagerðina og hvernig getum við leyst úr þeim með hætti sem hentar okkar starfsemi og skipulagi?

Einingar FLE: 8 - Reikningsskil og fjármál
Einingar FVB: 15

Tími: Mið. 18. sept. kl. 9-17.
Staður: stofa 101 -1. hæð á Sólborg HA.

Efnisskrá

Flest lítum við á áætlanagerð sem grundvallaratriði í rekstri fyrirtækja og stofnana. En áætlanagerð eins og við þekkjum hana í dag á sér í raun ekki langa sögu. Og flestir sem koma nærri áætlanagerð kannast við ýmis vandamál sem eru henni samfara.

Á undanförnum árum hefur gagnrýni á hefðbundna áætlanagerð farið vaxandi og hafa nýjar nálganir í áætlanagerð fyrirtækja og stofnana verið að ryðja sér til rúms. Þar á meðal má nefna rúllandi rekstrarspár, Beyond Budgeting, Driver-based planning og Zero-based budgeting.

Dagskrá

Umfjöllun

  • Á námskeiðinu er farið yfir þá gagnrýni sem beint hefur verið að hefðbundinni áætlanagerð og vandamálin sem hún grundvallast á.
  • Veitt er yfirsýn yfir þær nýju nálganir sem sprottið hafa upp úr þessari gagnrýni, hvað aðgreinir þær, reynsluna af notkun þeirra og áhrif á stjórnarhætti, skipulag og árangursmælingar.
  • Kynnt er hvernig nota má verkfæri röklegrar greiningar (Logical Thinking Process) til að meta hvers konar nálgun hentar, byggt á skipulagi, umhverfi, menningu og meginmarkmiðum eigin fyrirtækis eða stofnunar.
Kennarar

Kennari: Þorsteinn Siglaugsson BA í heimspeki frá HÍ og MBA frá INSEAD. Hann hefur fjölbreytta reynslu af stjórnun, ráðgjöf og greiningarvinnu. Þorsteinn er framkvæmdastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Sjónarrönd ehf. sem sérhæfir sig í áætlanagerð fyrirtækja og stofnana. Hann er stjórnarmaður í stefnumótunarhópi Stjórnvísi, fastur greinahöfundur á FP&A Trends.com. Hann er vottaður sérfræðingur í Logical Thinking Process aðferðafræðinni og náinn samstarfsmaður höfundarins, H. William Dettmer. Þorsteinn hefur undanfarið kennt námskeið í stefnumótun, áætlanagerð og úrlausn vandamála bæði hér heima og erlendis.

Kostnaður

Verð: 43.500 kr.
 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða