fbpx

Árangursrík samningatækni

- Fjármál, rekstur, bókhald

Yfirlit

Árangursrík samningatækni er ein af undirstöðum þess að ná árangri í starfi. Námskeiðið inniheldur helstu lykilþætti í samningatækni. Lögð er sérstök áhersla á undirbúning fyrir samninga, samningatækni-ferilinn, hegðun og samskipti í samningum, og hvernig aðilar geta náð fram svokallaðri vinn-vinn nálgun þar sem allir aðilar hagnast. Einnig er lögð áhersla á lausn vandamála í tengslum við samningamennsku.

Ávinningurinn með námskeiðinu er að öðlast þekkingu og færni í því hvernig má undirbúa sig faglega og ná fram sem bestu samkomulagi í samningum, samhliða því að styrkja samskipti og viðskiptatengsl.

Fyrirkomulag fjarnáms

Á þremur vikum fá nemendur sex fyrirlestra á netið sem hægt er að hlusta á hvenær sem er. Að auki verða þrír netfundir. Á fundum verður tækifæri fyrir umræður, stutt verkefni, æfingar o.fl. til að auka færni í samningatækni. Notast verður við Canvas kennslukerfið.

Dagskrá

Vika 1

Netfundur

Fyrsti fyrirlestur
Inngangur.
Hvað er samningatækni?

Annar fyrirlestur
Undirbúningur samningamennsku.
Tilgangur, markmið, hagsmunir, samningabil, BATNA o.fl.

Vika 2

Þriðji fyrirlestur
Siðferði og traust í samningum.
Vinn-vinn nálgun.

Fjórði fyrirlestur
Hegðun í samningaviðræðum.

Netfundur

Vika 3

Fimmti fyrirlestur
Lausn vandamála og ágreinings

Sjötti fyrirlestur
Framhald, lausn vandamála og ágreinings.
Samantekt.

Netfundur
Umræður, stutt verkefni, æfingar o.fl

Nánari tímasetning netfunda auglýst síðar

Kennarar

Sigurður Ragnarsson hefur kennt samningatækni um árabil í mörgum háskólum og sinnt samningatækni-þjálfun fyrir fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Sigurður hefur gengt ýmsum stjórnunar- og ábyrgðarstöðum í gegnum tíðina en starfar nú sem framkvæmdastjóri Forystu og samskipta auk þess að vera lektor við Háskólann á Akureyri. Sérsvið Sigurðar, auk samningatækni, er forysta, stjórnun, mannauðsfræði, markaðsfræði og árangursrík samskipti. Sigurður er með doktorsgráðu frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Golden Gate University í San Francisco, í Bandaríkjunum.

Kostnaður

Líkt og önnur námskeið hjá SímenntunHA er hægt að sækja um endurgreiðslu námsgjalda hjá stéttarfélögum og menntasjóðum. 

 

Kannaðu þinn rétt inn á attin.is 

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða