fbpx

Alþjóðlegar fjármála – og viðskiptastofnanir 6 ECTS

- Einingabær námskeið í samstarfi við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

Yfirlit

Í breytingum í alþjóðaviðskiptum, þurfa stjórnendur fyrirtækja að þekkja sumar af helstu viðskiptablokkum heims, sem og hlutverk þeirra við mótun umgjarða viðskiptalífsins.
Athugun á Evrópusambandi (ESB), Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), sem og Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Fríverslunarsamningi BNA (NAFTA).
Einnig stofnunum á borð við Alþjóðaviðskiptastofnunina.
Þetta námskeið fer yfir mikilvægi alþjóðafjármálastofnana, til dæmis við óvenjulegar aðstæður, svo sem kreppu.

Kynnt verður sú þjónusta sem Bretton Woods stofnanirnar bjóða upp á, þ.e. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og Alþjóðabanka.
Jafnframt munum við ræða um Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu, Norræna fjárfestingarbankann og Evrópubankann.

 

Að námskeiðinu loknu skal nemandi hafa:

  • Hæfni til að tjá sig um hvernig áhrif það hefur á fyrirtæki í alþjóðaviðskiptum, þegar það starfar ýmist innan eða utan viðskiptablokka.
  • Þekkingu á starfsemi alþjóðlegra viðskiptastofnana og skilningur á þjónustu þeirra til fyrirtækja í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi
  • Skilning á hví starfsemi alþjóðlegra fjármálastofnana getur verið mikilvæg fyrir fyrirtæki sem hyggja á alþjóðaviðskipti
  • Þekkingu á gildum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans við aðstæður kreppu
  • Almenna þekkingu á hvar unnt er að afla gagna hjá stofnunum á borð við Alþjóðabanka
Hagnýtar upplýsingar

Námsmat:

10% Zoom funda þáttaka, 10% greina umfjöllun, byggt á vísindagreinum, 30% krossapróf og 50% lokapróf.

Fyrirkomulag fjarnáms

Námið fer fram í gegnum fjarnám. 

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa lokið B.S. eða B.A. gráðu til að fá inngöngu í þetta námskeið. 

Kennarar

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða