-
Námsskeiðs gjald
kr 16.000
Yfirlit
Námskeiðið er í fjarkennslu.
Undirbúningsnámskeið í almennri efnafræði verður haldið seinni partinn í ágúst nk.
Í námskeiðum í auðlindafræði, heilbrigðis- og kennaradeildum er gert ráð fyrir að nemendur hafi þessa grunnþekkingu.
Skrá skal þátttöku fyrir 12. ágúst.
Efnisskrá
Námslýsing: Fjallað verður um grundvallaratriði í ólífrænni efnafræði. Byggingu atóma, lotukerfið, efnatengi, efnahvörf, magnútreikninga, sýrur og basa.
Námsmat: Þar sem hér er um undirbúningsáfanga að ræða sem ekki gefur námseiningar verður ekki um sérstakt námsmat að ræða. Það er hinsvegar mikilvægt fyrir nemendur með lítinn eða engan undirbúning í efnafræði að sækja þetta námskeið og nýta tímann vel.
Lesefni: Fyrirlestra- og dæmahefti, tekið saman af kennara, sem sent verður nemendum rafrænt í kjölfar greiðslu námskeiðsgjalds.
Dagskrá
Tími: Námskeiðið stendur í eina viku frá 19.-23. ágúst og verður kennt kl. 16:15-18:50 í Háskólanum á Akureyri á Sólborg í stofu L-101. Einnig verður námskeiðið tekið upp og þannig aðgengilegt fyrir alla, óháð staðsetningu, sem skrá sig og greiða námskeiðsgjald.
Kennarar
Kennari: Árný I. Brynjarsdóttir, efnafræðikennari.
Kostnaður
Verð: Námskeiðsgjald kr. 16.000 greiðist viku fyrir upphaf námskeiðs í heimabanka: 0162-26-020037 kt. 520687-1229.
Ath. Fyrirvari er um að námskeiðið getur fallið niður ef þátttaka er ekki nægileg.
Upphafsdagur
There a no startdates for this programme yet.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða