-
Námsskeiðs gjald
kr 39.000
Yfirlit
Símenntun Háskólans á Akureyri býður upp á metnaðarfullt námskeið um hagnýtingu gervigreindar. Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í nýjustu þróun í skapandi gervigreind og hvernig nýta má tól á borð við ChatGPT og Notebook LM o.fl. til að auka skilvirkni og gæði í starfi.
Gervigreind er að umbylta vinnumarkaðinum og skapar ný tækifæri fyrir þá sem kunna að nýta sér hana. Ómögulegt er að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf munu skapast í framtíðinni en við getum verið viss um að ný tækifæri munu opnast. Með því að tileinka sér þessa tækni geta einstaklingar:
-Einfaldað flókin verkefni og aukið skilvirkni
-Unnið úr gríðarlegu magni upplýsinga á stuttum tíma
-Nýtt tækni og tölvulausnir sem áður voru utan þeirra þekkingarsviðs
-Aukið verðmæti sitt sem starfskraftar
-Tekist á við fjölbreyttari og krefjandi verkefni
-Haldið á ókannaðar slóðir sköpunar sem nær eingöngu er takmarkað af hugmyndaflugi þátttakandans.
Hagnýtar upplýsingar
Eftir námskeiðið munu þátttakendur:
-Skilja grunnhugtök sem tengjast gervigreind.
-Geta valið og nýtt fjölbreytt gervigreindartól á árangursríkan hátt í starfi eða áhugamálum.
-Þekkja takmarkanir og siðferðileg álitamál tengd gervigreind.
Lögð er áhersla á ábyrga nýtingu og munu þátttakendur kynnast:
-Siðferðilegum álitamálum tengdum gervigreind.
-Hvernig á að forðast mistök eða rangfærslur við notkun tækninnar.
-Leiðum til að tryggja öryggi og trúnað við notkun gervigreindar í starfi.
Fyrirkomulag fjarnáms
Námskeiðið er í formi fjarkennslu með tveimur tveggja tíma Zoom-fundum og aðgengi að Canvas fyrir námsefni, leiðbeiningar og verkefni.
Inntökuskilyrði
-Þátttakendur þurfa að hafa grunnþekkingu á tölvum og aðgang að nettengdri tölvu með myndavél og hljóðnema.
-Þátttakendur þurfa að hafa áskrift að OpenAI ChatGPT sem er ekki innifalin í námskeiðskostnaði.
-Hægt er að nýta önnur verkfæri en námsefni er sniðið að GPT, þannig að það er alveg hægt að nýta aðrar lausnir.
Dagskrá
Undirbúningur:
Mánudaginn 31. mars fá þátttakendur senda könnun sem þeir svara nafnlaust, markmið með henni er að greina hópinn og stilla námsefni að hópnum.
Fyrri hluti: Miðvikudaginn 2. apríl 2025 kl. 09:30–12:00
-Kynning á grunnatriðum gervigreindar með áherslu á mállíkön (LLMs).
-Hagnýt kynning á tólum eins og ChatGPT, MidJourney, Suno og Notebook LM.
-Verkefni og fræðsla í gegn um Canvas.
Seinni hluti: Miðvikudaginn 9. apríl 2025 kl. 09:30-12:00
-Tækifæri og áskoranir við notkun gervigreindar í starfi.
-Sérhæfðari verkfæri og aðferðir.
-Umræður um siðferðileg álitamál og ábyrg notkun.
Kennarar
Kostnaður
Verð 39.000 kr.
Athugið að flest stéttafélög endurgreiða námskeiðisgjald eða hluta þess.
Áhugavert námskeið sem vert er að skoða