fbpx

182 dagar frá A-Ö

- Heilsa og samfélag

Yfirlit

182 dagar er samfélag á Facebook stofnað árið 2017.  Þar hafa nú skráð sig um 75 þúsund Íslendingar í heildina, en það telur um 22% þjóðarinnar.
182 dagar er þjónandi samfélag sem tekur fyrir góðar og slæmar venjur okkar Íslendinga. Innsetningar Ásgeirs í grúppuna eru meðal annars hans eigin skrif og nálganir á efni, pistlar og rannsóknir annarra sérfræðinga og stofnanna. 

Nokkuð margir sem eiga hagsmuna að gæta hafa reynt að fá pistla hans og rannsóknir ekki birtar eða teknar út úr samfélaginu en það er að öllu ómeðvirkt og oft talið róttækt.

Hvar liggja hætturnar?  Af hverju gerum við hlutina svona þegar okkur langar að gera þá öfugt við það?  Það stjórnast af hverju? Af hverju getum við ekki stýrt því betur sem setjum ofaní okkur?  Af hverju förum við í megrunarkúra? Hvað eru megrunarkúrar? Af hverju klára ég ekki markmiðin mín?  Af hverju brosi ég ekki meira?  Af hverju þurfum við öll að eignast það sama? Af hverju eru kröfurnar svona miklar á okkur og börnin okkar?

Getum við breytt þessu? Er hægt að breyta slíku ofrisi aftur í venjulegt flug? Hvað ættum við að gera?

Hópurinn var vel virkur allt árið 2018 og hefur verið minna virkur árið 2019 sökum anna Ásgeirs.
Hann stefnir á svipaða útgáfu á haustdögum sem er svipuð nema þá fyrir erlendan markað, Bandaríkjamarkað.

Um allt ofangreint verður fjallað á námskeiðinu.

Efnisskrá

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Næring. Af hverju borðum við of mikið?
  • Megrunarkúrar. Hvað er megrunarkúr og hvað ekki?
  • Samfélagsmiðlar og snjallsímar.
  • Hvíld og svefn. Hver er munurinn. Hvernig bæti ég hann?
  • Markmiðastiginn. Sex þrep.
  • Íhugun.
  • Vinalistinn, framkvæmdalistinn og tossalistinn. Verkefnavinna.

Ávinningur:

  • Þú nærð betur að stýra því sem þú borðar án þess að sækja í megrunarkúra og aðrar öfgar.
  • Lærir að kunna að gefa þér tíma.
  • Verður skipulagðari með allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
  • Lærir loksins að ákveða.
  • Innri ró eykst.

Kennsluaðferðir:

  • Fyrirlestrar
  • Hæfnisþjálfun, markmiðaþjálfun og verkefnavinna
  • Myndræn sýn á hina ýmsu hluti
  • Umræður
  • Æfingar
Dagskrá

Námskeiðið er þriðjudaginn 7. maí og miðvikudaginn 8. maí. frá klukkan 17 - 20

Kennarar

Kennari: Ásgeir Ólafsson Lie (borið fram Lí) er 45 ára gamall og hefur nú starfað í 30 ár í heilsuheiminum hér heima og erlendis. Sem þjálfari, rithöfundur, markmiðaþjálfari, fyrirlesari og námskeiðshaldari.  Hann gaf út metsölubókina Létta leiðin og heldur úti samfélaginu 182 dagar á Facebook sem er lang stærsta grúppa sinnar tegundar á Íslandi . Hann hyggur nú á útrás og frekari útgáfu á bók sinni erlendis með námskeiði sem svipar til 182 daga á Bandaríkjamarkaði.

Kostnaður

Verð: 19.900

Innifalið í verði fyrir fyrstu þrjátíu (30) sem staðfesta skráningu er metsölubókin hans Ásgeirs, Létta leiðin.

Umsagnir um námskeið

“Ég hef lést um 35 kg síðan í janúar 2017 eða á 11 á mánuðum. Ég borða allt sem mig langar í, Hef ekki sleppt neinum fæðuflokk. Ég sjálf stjórna því sem ég borða í fyrsta skiptið svo lengi ég man eftir mér. Ég er hætt á kúrum. Ég hef snúið við hugsjónum mínum gegn mat. Ég hef náð stjórninni aftur og matur er orðinn góður vinur minn” 182 dagar breyttu lífi mínu" 
-Harpa Reynisdóttir -
Akureyri

Ásgeir er einn af þeim sem gerði mig að því sem ég er í dag. Þá ekki einungis líkamlega heldur einnig sem persónu. Hann kenndi mér að skilja þetta og sortera rétt. Hann sýndi mér ekki einungis hvernig ég að að tengja réttar lyftingar íþróttinni minni körfubolta. Hann kenndi mér að borða rétt, sofa rétt, hvílast betur, ráða betur við hæð mína og minnka allt óhóf. Það er merkilegt hvað breyttist með því hugarfari. Þegar ég byrjaði hjá honum tók ég mitt fyrsta skref í að ætla að verða atvinnumaður og ég trúi því sterklega að hafa mætt honum sem þjálfara og persónu að það hafi breytt hugsun minni til betri vegar. Sterkasti kostur hans er að hann vill sjá þig verða eins góðan og þú mögulega getur og svo ennþá betri. Metnaður hans er ótrúlegur og hann kann að ýta rétt. En hann er sanngjarn og hann fer ekki fram á það sem ekki er hægt að gera. Þess vegna mæli ég með Ásgeiri.”

Tryggvi Snær Hlinason
Leikmaður Valencia og íslenska landsliðsins í körfubolta.

Upphafsdagur

There a no startdates for this programme yet.

Áhugavert námskeið sem vert er að skoða