fbpx

MBA útskrift 2024

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að þann 3. október 2024 var þriðja útskriftin sem nemendur í gegnum Símenntun HA útskrifuðust. Við hófum þessa vegferð árið 2020, að bjóða upp á MBA nám í gegnum UHI Perth í Skotlandi, og var metfjöldi að útskrifast í ár.

Námið er 100% fjarnám og hefur hlotið mikla hylli frá nemendum sem segja það hjálpa sér gríðarlega við að eflast í starfi, hvort sem er í núverandi starfi eða að fá tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir eða ný störf.

Að þessu sinni voru það 11 nemendur sem útskrifuðust, þau Ingvi Ágústsson, Þóra Ýr Árnadóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Margrét María Sigurðardóttir, Sigrún Stella Þorvaldsdóttir, Rósa Matthildur Guttormsdóttir, Ásta Ásólfsdóttir, Hugrún Lísa Heimisdóttir, Klara Sif Skarphéðinsdóttir, Guðrún Hrafnkelsdóttir og Svanberg Snorrason. Nemendurnir hafa ýmist verið í fullu námi eða hluta námi og því mismunandi hversu lengi þau hafa verið við skólann.

Sérstaklega var skemmtilegt að sjá nemanda frá okkur, hana Sigrúnu Stellu Þorvaldsdóttur hljóta verðlaunin "UHI Perth Student Research of the Year" fyrir lokaverkefnið sitt sem fjallar um sjálfbærni innan fjármálafyrirtækis. Flott viðtal við Sigrúnu Stellu birtist á vef Háskólans á Akureyri og má lesa í heild sinni hér. Sigrún Stella talar þar meðal annars um hversu ánægð hún var með skipulag námsins sem hentaði henni einstaklega vel meðfram vinnu.

Athöfnin var að venju hátíðleg og glæsileg. Einstaklega gaman er að koma til Perth og þá sérstaklega til þess að taka þátt í fagnaðarhöldum vegna útskriftar og fara oft heilu fjölskyldurnar með nemendum út til að vera viðstödd. Í ár voru fimm nemendur sem sóttu útskriftina og sendum við þá Stefán Guðnason forstöðumann Símenntunar HA og Gunnlaug Starra starfsmann Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Auk þess að vera viðstaddur útskrift var Stefán mættur til Perth til þess að funda með verkefnastjórum skólans um framtíð MBA námsins og fleiri námsleiðir sem við getum boðið upp á í 100% fjarnámi fyrir fólk á Íslandi. Við hlökkum mikið til að segja ykkur frá þessum nýjungum sem verða í boði haustið 2025 en þangað til viljum við minna á að skráning í janúarstart MBA námsins er hafin.

Sigrún Stella Þorvaldsdóttir með viðurkenningu fyrir verðlaunin "UHI Perth Student Research of the Year" fyrir lokaverkefnið sitt í MBA náminu.
Sigrún Stella Þorvaldsdóttir með viðurkenningu fyrir verðlaunin "UHI Perth Student Research of the Year" fyrir lokaverkefnið sitt í MBA náminu.
SMHA nemendur sem mætt voru í útskriftina ásamt kennurum og forstöðumanni SMHA.
SMHA nemendur sem mætt voru í útskriftina ásamt kennurum og forstöðumanni SMHA.
Samstarf á milli háskóla verður ekki til í tómarúmi en akkúrat á svona fundum gerast spennandi hlutir fyrir framtíðina.
Samstarf á milli háskóla verður ekki til í tómarúmi en akkúrat á svona fundum gerast spennandi hlutir fyrir framtíðina.
Mikil stemming er í bænum Perth og má sjá útskriftarnema hvarvetna.
Mikil stemming er í bænum Perth og má sjá útskriftarnema hvarvetna.
Beðið eftir að athöfnin hefjist.
Beðið eftir að athöfnin hefjist.
Kennarar, verkefnastjórnar og forstöðumaður SMHA eftir góða fundi um framtíðarnám UHI í gegnum SMHA.
Kennarar, verkefnastjórnar og forstöðumaður SMHA eftir góða fundi um framtíðarnám UHI í gegnum SMHA.
Stefán Guðnason ásamt starfsmönnum UHI Perth á vinnufundi.
Stefán Guðnason ásamt starfsmönnum UHI Perth á vinnufundi.