fbpx

MBA 2023

Skráning er hafin!

MBA nám í samstarfi við UHI hefst í september 2023 og er skráningarfrestur til 15. ágúst 2023. Þetta er fjórða árið okkar í samstarfi og hefur gengið vonum framar. Námið er á verði sem hefur ekki sést áður hér á landi og er kennt 100% í fjarnámi svo það gefur enn fleirum möguleika á að fara í MBA nám en áður.

Verð fyrir að nema í fullu námi er kr. 1.450.000, en greitt er fyrir hvern áfanga sé ákveðið að taka námið í hlutanámi (á lengri tíma), á kostar þá hver áfangi kr. 175.000. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði íslenskra námsmanna og er einnig niðurgreitt af öllum starfsmenntasjóðum landsins.

Nemendur eru afar ánægðir með fyrirkomulag námsins sem er 100% fjarnám og er að öllu leyti miðað út frá vinnandi fólki. Fjarfundir eru almennt utan vinnutíma og þú ræður hraða námsins , allt frá því að taka 1 áfanga á önn upp í fullt nám sem eru 3 áfangar á önn. Fullt nám spannar þrjár annir og er þá síðasta önnin af þessum þrem notuð í MBA ritgerðarskrif, en fyrstu tvær annirnar alfarið undir áfanga. Hlutanámið er hægt að dreifa á allt að 4 ár.

Öll verkefni í náminu eru einstaklingsverkefni, fjarfundirnir eru valkvæðir og því engrar viðveru krafist þó svo að við mælum eindregið með því að nemendur mæti á fjarfundina til að vera betur undirbúin undir verkefnin og kynnast kennurum og samnemendum betur.

Þrátt fyrir að námið og verkefnin séu einstaklings-miðuð þá er gott að hafa einhvern að leita til og hefur Símenntun HA því boðið þeim nemendum sem eru að hefja nám til okkar á Akureyri í vinnu-/kynningardag. Með þessu móti kynnast nemendur sín á milli, geta leitað til hvors annars og skemmt sér svo saman að lokum á útskriftinni. Ekki er kvaðið á um að nemendur þurfi að fara til Perth vegna útskriftar, sem er haldin í október á hverju ári en flestir velja þó að gera sér skemmtiferð úr því og njóta Skotlands saman.

Í ár ætlum við að bjóða upp á tveggja daga vinnu-/kynningardaga sem inniheldur undirbúning undir námið, smá verkefnavinnu, mat, stutta skemmtiferð og kvöldverðarveislu seinni daginn. Vinnu-/kynningardagarnir verða 1.-2. september 2023 og hvetjum við alla þá sem eru að hefja námið til að mæta. Nemendur fá þar tækifæri til að kynnast samnemendum, gera sig klára fyrir fjarnámið og hitta eldri nemendur og spyrja þau spjörunum úr.

 

Hvað vilt þú leggja áherslu á í þínu námi?

UHI býður upp á fimm námslínur í MBA gráðu sem gefa mismunandi áherslur inn í námið. Grunn áfangarnir eru þeir sömu þvert á línur, svo eru kjarnaáfangar á hverri línu sem og mismargir valáfangar sem hægt er að velja um. Línurnar sem eru í boði heita:

Business Administration (Aviation) MBA
Aviation línan snýr að öllu því fólki sem vill starfa í kringum fluggeirann. Frábær viðbót fyrir flugmenn sem vilja hafa meiri möguleika á sveiflu kenndum atvinnumarkaði, flugumferðastjóra sem og aðra starfsmenn innan geirans.

Business Administration (Environment) MBA
Umhverfismál eru sífellt að aukast í umræðunni og undirbýr Environment línan stjórnendur framtíðarinnar vel fyrir komandi áskoranir í krefjandi alþjóðlegu umhverfi þar sem sókn eftir vexti og tækifærum byggir á siðferðilegri hegðun, fjölbreytileika og getu til að laga sig að kröfum heims sem breytist hratt.

Business Administration (Executive) MBA
Alhliða MBA nám sem undirbýr nemendur sem vilja auka færni sína sem stjórnendur og hafa möguleikan á að stýra fyrirtækjum eða stofnunum óháð eigin fagmenntun. Þörf fyrir svokallaða T laga stjórnendur eykst dag frá degi og Executive línan undirbýr þig fyrir komandi áskoranir.

Business Administration (Renewable Energy) MBA

Hér á landi höfum við alltaf verið afskaplega stolt af kunnáttu okkar í endurnýtanlegum orkugjöfum. Þessi lína er sniðin að fólki sem vinnur á eða vill vinna á sviði endurnýtanlegra orkugjafa með áherslu á nýsköpun, frumkvöðlastarf og tækni.

Business Administration (Resilience) MBA

Þróun seiglu innan stofnana og fyrirtækja er lykilforgangsverkefni og mikilvægt að stofnanir séu í stakk búnar til að byggja upp seiglu inn í alla þætti starfseminnar til að tryggja getu þeirra til að starfa að fullu, mæta þörfum hagsmunaaðila og viðhalda tilskildu þjónustustigi. Þessi lína snertir á þessum þáttum auk annarra almennra þátta er varða stjórnun fyrirtækja.

University of Highlands and Islands

UHI er skoskur háskóli sem stendur framanlega í fjarkennslu og leggur mikinn metnað í fjölbreytt, krefjandi og sveigjanlegt nám fyrir fólk í atvinnulífinu. Allt námið er sett upp sem fjarnám svo þér líður síður eins og að þú sért fluga á vegg í kennslustofu heldur eru allir nemendur og kennarar að hittast á fjarfundum og eru hvaðanæva af úr heiminum.

Hægt að velja um fullt nám (e. Full-time) eða hlutanám (e. Part-time) svo þú ræður ferðinni, engin próf og öll verkefni eru einstaklingsverkefni svo þú vinnur 100% á eigin forsendum og tíma. Námið er einstaklega hagnýtt og verkefnin unnin út frá þér og þinni reynslu.

Námið er vottað af QAA (The Quality Assurance Agency for Higher Education) í Bretlandi og gefur þér réttindi til að halda áfram í framhaldsnám á Phd gráðu.