fbpx

Leiðtogaþjálfun – Vinnustofa

Símenntun Háskólans á Akureyri býður íslenskum stjórnendum einstakt tækifæri til að bæta leiðtogafærni sína á þriggja daga vinnustofu sem fer fram í einum fallegasta bæ landsins. Við erum stolt af því að kynna gestafyrirlesarana Peter Pearson og Chris Jagger sem leiða vinnustofuna.

Peter Pearson hefur um árabil verið leiðandi í þjálfun leiðtoga innan breska hersins, og var áður yfirmaður Sandhurst, eins virtasta herskóla Bretlands. Með langan feril í leiðtogaþjálfun hefur hann mótað og þjálfað framtíðarleiðtoga í áskorunum sem reyna á bæði útsjónarsemi og færni. Með honum er Chris Jagger, sem hefur að baki fjölbreyttan og metnaðarfullan feril, og er þekktur fyrir framúrskarandi vinnustofur og þekkingu. Saman bjóða þeir upp á dýrmæta innsýn í það sem þarf til að vera áhrifaríkur leiðtogi í dag.

Við hjá Símenntun Háskólans á Akureyri skoðum alltaf spennandi tækifæri til að styrkja íslenskt atvinnulíf og stjórnendur. Þegar okkur bauðst að fá þessa reynslubolta til að koma og hitta íslenska stjórnendur, var okkur ljóst að hér var tækifæri sem við yrðum að nýta.

Við hvetjum alla áhugasama til að hafa samband við Stefán Guðnason forstöðumann SMHA á netfangið stefangudna@unak.is og tryggja sér sæti á þessari vinnustofu, sem fer fram dagana 29. október til 31. október og ná sér í nýja færni sem getur raunverulega bætt leiðtogahæfni þeirra.

Hér má einnig sjá nánar um vinnustofuna: Vinnustofa fyrir stjórnendur og leiðtoga

Chris Jagger
Chris Jagger
Peter Pearson
Peter Pearson