
Leiðsögunámið fer af stað
Við fögnum því að flottur hópur nemenda hefur hafist handa í Leiðsögunáminu "Ísland alla leið". Nemendur eru þegar farin að kynna sér land og sögu, æfa sig í framsetningu og takast á við fyrstu skrefin í faginu.
Námið veitir traustan grunn fyrir verðandi leiðsögumenn og tengir saman fræði og reynslu á vettvangi. Þetta er ekki bara nám, heldur líka ferðalag sem styrkir faglega og persónulega færni þátttakenda.
Við hlökkum til að fylgjast með þessum öfluga hópi vaxa og dafna á komandi misserum. Til hamingju með upphafið!