fbpx
Rúnar Vestmann

Rúnar Vestmann


Kynning á kennaranum

Rúnar er 25 ára tölvunarfræðingur og starfar sem forritari hjá Stefnu. "Ég útskrifaðist sem rafeindavirki og stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og eftir það fór ég beint í tölvunarfræðinám í gegnum samstarf Háskólans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík og útskrifaðist með BSc gráðu í tölvunarfræði sumarið 2022. Á meðan ég var í tölvunarfræðináminu þá fékk ég tækifæri til að vera dæmatímakennari og svo síðar meir fékk ég að vera með mín eigin fjarnámskeið í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri."

"Forritunarnámskeiðin eru aðallega hugsuð til að gefa fólki smá grunn þegar það kemur að forritun, hvort sem það er að búa til einfaldar vefsíður, leiki eða hreinlega að undirbúa fólk undir tölvunarfræðinámið. Í öllum námskeiðunum er lagt til að nota Discord sem samskiptamiðil því mér finnst svo mikilvægt að þið getið spurt út í hvað sem er. Það er svo mikilvægt að leyfa sér að vera forvitinn og virkilega reyna að skilja hvar og hvernig tiltekin atriði sem maður er að læra geta nýst í framtíðinni."

"Ég trúi því að allir hafa eitthvað fram að færa og mögulega gæti það hjálpað þinni sköpunargáfu að kynnast forritun og fara að skapa eitthvað magnað :)"