Lella Erludóttir
Kynning á kennaranum
Lella er PCC vottaður markþjálfi, mannauðssérfræðingur, viðskiptafræðingur og markaðskona með fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi. Hún sérhæfir sig í starfstengdri markþjálfun með fólki sem vill kynnast eigin möguleikum, styrk, setja sér markmið, ná jafnvægi vinnu og einkalífs og bæta eigið líf.
Lella er með BA í sálfræði, MA í blaða- og fréttamennsku, MS í mannauðsstjórnun, PCC vottun frá International Coaching Federation og er Worhuman Certified Professional. Hún hefur einnig sótt námskeið um hvetjandi forystu, jákvæða sálfræði og núvitund á vinnustað.
