fbpx
Laufey Hrólfsdóttir

Laufey Hrólfsdóttir


Kynning á kennaranum

Ég heiti Laufey Hrólfsdóttir og er með doktorspróf í næringarfræði frá Háskóla Íslands. Sérsvið mitt er næring á meðgöngu og næring ungra barna. Ég starfa á SAk og er lektor við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri. Hér má finna frekari upplýsingar um mig https://www.unak.is/is/moya/ugla/staff/laufey-hrolfsdottir
Rannsóknir sýna að fyrstu árin í lífi barns eru sérstaklega mikilvægur tími sem getur haft áhrif á vöxt, þroska og heilsu fram á fullorðinsár. Þegar ég gekk með mitt fyrsta barn fékk ég gífurlegan áhuga á næringarfræði. Ég var þá búin með grunnám í líftækni en breytti alveg um stefnu í náminu og fór í meistaranám og doktorsnám í næringarfræði. Mitt markmið er að efla og fræða foreldra um mikilvægi góðrar næringar á þessu mikilvæga skeiði.