Íris Hrund Þórarinsdóttir
Kynning á kennaranum
Íris Hrund Þórarinsdóttir, MPM, eigandi TÝRA verkefnastýring
Íris Hrund studdi rannsóknarvinnu Halldóru Rutar Baldursdóttur, verkefnastjóra, á sviði heilbrigðis kvenna í tengslum við atvinnulífið og breytingaskeiðið. Íris tvinnar saman skapandi störf og strúktúr en hún hefur starfað sem verkefnastjóri um árabil sem og listamaður. Hún er verkefnastjóri að mennt (MPM), ScrumMaster (CSM) og býr yfir sérnámi í menningarstjórnun, markaðssetningu, tónlist og tónsmíðum.
Sérstaða Írisar er skapandi nálgun í ferla- og verkefnaþróun, framsýn greining, straumlínustjórnun og hönnunarhugsun. Íris hefur einskæran áhuga á nýsköpun og að byggja brú frá hugmyndakveikju til afurðar.
Leyndur hæfileiki: Hefur gaman af því að spila á asísk strengjahljóðfæri