fbpx
Helgi Þór Ingason

Helgi Þór Ingason


Kynning á kennaranum

Helgi Þór Ingason (f. 1965) er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University. Hann hefur alþjóðlega vottun sem verkefnastjóri (Certified Senior Project Manager). Helgi Þór er prófessor og forstöðumaður og leiðandi fyrirlesari í MPM-námi við Háskólann í Reykjavík, sem er fjögurra missera meistaranám í verkefnastjórnun. Helgi Þór hefur kynnt rannsóknir sínar á ráðstefnum og í ritrýndum tímaritum. Hann er meðhöfundur átta bóka um verkefnastjórnun, vöruþróun, gæðastjórnun og siðfræði verkefnastjórnunar. Hann er annar tveggja eigenda Nordica ráðgjafar ehf. og starfar þar sem ráðgjafi. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, framkvæmdastjóri SORPU bs og dósent við Háskóla Íslands.  Helgi Þór hlaut heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands árið 2016.

Helstu rannsóknarsvið Helga tengjast verkefnastjórnun og gæðastjórnun. Nánari upplýsingar um Helga Þór má finna hér.

Í frítíma sínum spilar Helgi á píanó og harmónikku, meðal annars með Kólgu og South River Band en einnig við flutning á eigin tónlist en hljómdiskurinn Gamla hverfið með lögum og textum Helga Þórs kom út vorið 2013.