fbpx
Aðalheiður Jensen

Aðalheiður Jensen


Kynning á kennaranum

Aðalheiður Jensen, eigandi og yfirþjálfari Tilveran heilsusetur 

Er uppalin á Fáskrúðsfirði og fluttist suður um aldamótin. Hún hefur alla tíð verið tengd inn í íþróttir og byrjaði ung að keppa í frjálsum. Hún leiddist svo í líkamsræktar heiminn eftir að hún varð móðir og tók þátt í ýmsum fitnesskeppnum. Hún er kennari með diplómu í jákvæðri sálfræði frá Hí. Hún er með kennararéttindi í Rope yoga, Yoga barna og unglinga, Barre kennslu sem og diplómu í lífsráðgjöf. Síðustu 6 ár hefur hún starfað sem heilsuráðgjafi og yfirþjálfari hjá heilsurækt í Reykjavík. Hún brennur fyrir því að hjálpa fólki að bæta líkamlega og andlega heilsu sína með öllum þeim verkfærum sem hún hefur sankað að sér í gegnum lífið.


Leyndur hæfileiki: Smiðsauga og að vita allt áður en það gerist.