fbpx

Framtíðin er græn – þrír frá SMHA ljúka MBA í endurnýjanlegri orku

Þrír nemendur frá SMHA luku nýverið MBA-námi í endurnýjanlegri orku (Renewable Energy) við University of the Highlands and Islands (UHI) í Skotlandi. Námið er hluti af samstarfi SMHA og UHI og hefur vakið athygli fyrir að sameina hefðbundna stjórnunar- og rekstrarþekkingu við sérhæfða menntun í sjálfbærni og orkumálum framtíðarinnar.

MBA-námið hjá UHI er sveigjanlegt og hentar sérstaklega vel fólki í fullri vinnu. Kennslan fer fram að öllu leyti í fjarnámi og byggir á sjálfsnámi, verkefnavinnu og samræðu við leiðbeinendur og samnemendur. Þessi sveigjanleiki gerir nemendum kleift að samræma námið við vinnu og fjölskyldulíf — án þess að fórna gæðum eða dýpt.

Ein af áherslum námsins er að undirbúa stjórnendur og sérfræðinga til að leiða umbreytingu í átt að sjálfbærum lausnum og grænni framtíð. Þar sameinast hagnýt rekstrarfærni, stefnumótun og leiðtogahæfni við dýpri skilning á loftslagsmálum og nýrri tækni á sviði endurnýjanlegrar orku.

"Við Íslendingar ættum að vera býsna framarlega á sviði endurnýjanlegrar orku í alþjóðasamfélaginu, en haldið ykkur fast ef við ætlum að halda þeirri forystu.
Skemmtileg en krefjandi áskorun að baki." sagði Tómas Pétur í tilefni af útskrift sinni.

Útskriftin fór fram 2. október í Perth Skotlandi og var mikið um dýrðir eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan.

Á myndinni hér til hægri má sjá þá Guðmund Finnbogason, Elvar Magnússon og Tómas Pétur Sigursteinsson við útskriftarathöfnina. Þeir hófu allir nám á sama tíma, tóku fullt nám með fullri vinnu og voru allir skráðir á sömu línuna innan MBA námsins, Renewable Energy. Það var einstaklega skemmtilegt að sjá þá útskrifast saman núna 2. október.

Guðmundur Finnbogason, Elvar Magnússon og Tómas Pétur Sigursteinsson glaðir við útskriftar athöfnina í Perth Skotlandi.

Elvar Magnússon, nýútskrifaður nemandi lýsir reynslu sinni svo:

"Ég stundaði MBA-námið í UHI samhliða fullri vinnu, sem reyndist bæði krefjandi og ótrúlega gefandi á sama tíma. Sveigjanleikinn í náminu gerði mér kleift að sinna því þar sem kennslan byggðist á sjálfsnámi og verkefna skilum, þannig gat ég stjórnað tímanum eftir eigin höfði og samræmt námið við vinnu og fjölskyldulífi. Útskriftin í Skotlandi var virkilega eftirminnileg upplifun. Það var einstakt að kynnast skoskum hefðum, heyra sekkjapípur og taka þátt í hátíðlegri athöfn. Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag og ég er bæði stoltur og þakklátur fyrir að hafa lokið náminu. Það efldi mig ekki aðeins faglega, heldur líka persónulega – sérstaklega í þrautseigju og sjálfstrausti. Ég hlakka til að nýta þessa reynslu áfram í starfi og framtíðarverkefnum."

SMHA óskar útskriftarnemunum innilega til hamingju með áfangann og hlakkar til að fylgjast með framlagi þeirra til grænnar framtíðar – bæði á Íslandi og erlendis.

👉 Nú er opið fyrir umsóknir í næsta MBA-nám, sem hefst í janúar 2026.
Námið býður upp á fimm mismunandi línur:

  • Aviation
  • Environment
  • Executive
  • Renewable Energy
  • Resilience

Allt nánar um námið, uppsetningu, verð og áfanga má finna hér: https://smha.is/namskeid/mba-nam-simenntunarha-og-uhi/