
Símenntun HA notast við Diplomasafe til þess að gefa út rafræn skírteini að námskeiðum loknum. Kosturinn við Diplomasafe er að þátttakendur námskeiða geta nálgast skírteinin sín á sínu svæði til frambúðar, geta deilt þeim á einfaldan og fallegan hátt á samfélagsmiðlum svo sem Facebook og Linkedin.
Þegar námskeiði lýkur fá allir þátttakendur tölvupóst frá Diplomasafe þar sem hægt er að sækja sitt skírteini. Skírteinin geymast einnig áfram á svæðinu. Hægt er
Öll skírteinin eru inn á Diplomasafe á "þínu svæði". Ef þú hefur ekki stofnað aðgang þá er ekkert mál að gera það með því að setja inn netfangið þitt og „Reset Password“. Hérna er linkur á innskráningarsíðu: https://app.diplomasafe.com/en-US/login
Þarna getur þú alltaf nálgast skírteinin en ef þú þarft síðan annars konar staðfestingu eða á ensku þá senduru okkur línu á smha@smha.is og við handgerum það fyrir þig.